Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Sæunn Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Engin áform eru um jólabónusa í viðskiptabönkunum þremur. vísir/stefán Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót. Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót.
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira