Treyja Steph Curry fer ekki upp á vegg fyrr en hann útskrifast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 17:30 Stephen Curry. Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því. NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30
Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14
Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15
Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45
Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00
Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41