Þingmaður vill skoða að breyta sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 18:22 „Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni. Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni.
Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37