Þetta þarftu að vita um EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2015 16:08 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á EM 2016. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér Fréttabréf vegna Evrópumótsins næsta sumar en þar verður íslenska karlalandsliðið með á stórmóti í fyrsta sinn. Það eru 190 dagar í Evrópumótið en aðeins tíu dagar þangað til að verður dregið í riðla. Þá mun liggja fyrir hvaða lið munu mæta Íslandi á þessu sögulega móti í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan er eitt og annað úr Fréttabréfi Knattspyrnusambands Íslands þar sem farið er yfir upplýsingar sem hafa borist frá UEFA um mótið og aðdraganda þess.Hvaða lið eru komin á EM og hvenær er dregið í riðla? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar. Styrkleikaflokkarnir eru svona: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía. Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína. Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. Dregið er í riðla þann 12. desember og fer drátturinn fram í París.Vísir/VilhelmHvernig færðu miða? Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA. Umsóknarglugginn fyrir miða til stuðningsmanna liðanna sem keppa á EM opnar 14. desember og stendur til 18. janúar 2016. Frá 14. desember er s.s. hægt að sækja um miða á leiki á lokakeppni EM í gegnum miðasöluvef UEFA. Það er ekki nauðsynlegt að vera á meðal þeirra fyrstu til að sækja um miða (s.s. "fyrstir koma, fyrstir fá" gildir ekki), því allir sem senda inn umsókn eiga jafna möguleika á að fá miða, burtséð frá því hvenær umsóknin er send innan tímarammans. Það kemur svo í ljós í febrúar hverjir fá miða. Ef eftirspurn er umfram framboð er dregið úr innsendum umsóknum og niðurstaða úr því happdrætti er þá kynnt umsækjendum í febrúar. Allar upplýsingar er að finna á miðsöluvef UEFA og hvetjum við alla sem hafa í hyggju að fara á EM að skoða hann vel.Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA.Smelltu hérna til að skoða algengar spurningar og svör á miðasöluvef UEFA.Hvar er leikið? Það er leikið à 10 leikvöngum í Frakklandi. Í Bordeaux, Lens, Lille, Lyon, Marseille, Nice, Saint-Denis, Saint-Etienne, Toulouse og París. Það kemur ekki í ljós fyrr en í drættinum þann 12. desember hvar Ísland mun leika í riðlinum en leikið verður í fleiri en einni borg. Það má því búast við einhverjum ferðalögum á milli borga ef stuðningsmenn vilja sjá alla leiki Íslands í riðlakeppninni.Smelltu hérna til að skoða leikvanga á EM 2016.Vísir/VilhelmFylgstu með EM 2016 á samfélagsmiðlum Hægt er að fylgjast með framvindu mála sem tengjast EM 2016 á samfélagsmiðlum UEFA og KSÍ. Um 8 milljón manns eru fylgjendur eða vinir UEFA á Facebook, Twitter og Instagram. Einnig mælum við með að fólk noti #EURO2016 ef það setur inn efni sem tengist keppninni. KSÍ mun reglulega birta fréttir og efni sem tengist EM 2016 á komandi mánuðum. Fylgist með à miðlum KSÍ en við erum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00 Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00 Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30 Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér Fréttabréf vegna Evrópumótsins næsta sumar en þar verður íslenska karlalandsliðið með á stórmóti í fyrsta sinn. Það eru 190 dagar í Evrópumótið en aðeins tíu dagar þangað til að verður dregið í riðla. Þá mun liggja fyrir hvaða lið munu mæta Íslandi á þessu sögulega móti í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan er eitt og annað úr Fréttabréfi Knattspyrnusambands Íslands þar sem farið er yfir upplýsingar sem hafa borist frá UEFA um mótið og aðdraganda þess.Hvaða lið eru komin á EM og hvenær er dregið í riðla? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar. Styrkleikaflokkarnir eru svona: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía. Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína. Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. Dregið er í riðla þann 12. desember og fer drátturinn fram í París.Vísir/VilhelmHvernig færðu miða? Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA. Umsóknarglugginn fyrir miða til stuðningsmanna liðanna sem keppa á EM opnar 14. desember og stendur til 18. janúar 2016. Frá 14. desember er s.s. hægt að sækja um miða á leiki á lokakeppni EM í gegnum miðasöluvef UEFA. Það er ekki nauðsynlegt að vera á meðal þeirra fyrstu til að sækja um miða (s.s. "fyrstir koma, fyrstir fá" gildir ekki), því allir sem senda inn umsókn eiga jafna möguleika á að fá miða, burtséð frá því hvenær umsóknin er send innan tímarammans. Það kemur svo í ljós í febrúar hverjir fá miða. Ef eftirspurn er umfram framboð er dregið úr innsendum umsóknum og niðurstaða úr því happdrætti er þá kynnt umsækjendum í febrúar. Allar upplýsingar er að finna á miðsöluvef UEFA og hvetjum við alla sem hafa í hyggju að fara á EM að skoða hann vel.Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA.Smelltu hérna til að skoða algengar spurningar og svör á miðasöluvef UEFA.Hvar er leikið? Það er leikið à 10 leikvöngum í Frakklandi. Í Bordeaux, Lens, Lille, Lyon, Marseille, Nice, Saint-Denis, Saint-Etienne, Toulouse og París. Það kemur ekki í ljós fyrr en í drættinum þann 12. desember hvar Ísland mun leika í riðlinum en leikið verður í fleiri en einni borg. Það má því búast við einhverjum ferðalögum á milli borga ef stuðningsmenn vilja sjá alla leiki Íslands í riðlakeppninni.Smelltu hérna til að skoða leikvanga á EM 2016.Vísir/VilhelmFylgstu með EM 2016 á samfélagsmiðlum Hægt er að fylgjast með framvindu mála sem tengjast EM 2016 á samfélagsmiðlum UEFA og KSÍ. Um 8 milljón manns eru fylgjendur eða vinir UEFA á Facebook, Twitter og Instagram. Einnig mælum við með að fólk noti #EURO2016 ef það setur inn efni sem tengist keppninni. KSÍ mun reglulega birta fréttir og efni sem tengist EM 2016 á komandi mánuðum. Fylgist með à miðlum KSÍ en við erum á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 „Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00 Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00 Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30 Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
„Ef maður stefnir ekki að því að fara á EM þá er maður ekki að líta rétt á hlutina“ Eggert Gunnþór Jónsson á gott ár að baki eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Hann er nú hjá Fleetwood Town sem lék í utandeildinni fyrir örfáum árum. 28. nóvember 2015 06:00
Lars: Ánægjulegt og jákvætt fyrir þá sem standa að landsliðinu Eins og fjallað var um í gær er Ísland í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. 10. júlí 2015 13:00
Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016 Skipuleggjendur EM 2016 ætla að halda almenningssvæðum opnum á meðan keppninni stendur. 25. nóvember 2015 17:30
Lars Lagerbäck í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt FourFourTwo Lars Lagerbäck er í hópi 50 bestu þjálfara heims samkvæmt úttekt á vefsíðu tímaritsins FourFourTwo. 15. júlí 2015 11:45
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti