Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 18:35 Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama. Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama.
Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira