Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka eftir stýrivaxtahækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðun sína í gær.
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðun sína í gær. Vísir/EPA
Eftir að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gærkvöldi hefur gengi hlutabréfa farið hækkandi. FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Bretlandi hækkaði um 1,33 prósent í morgun og mælidst 6.142,9 stig. 

Asísk hlutabréf hækkuðu fyrir lokun markaða í dag. Nikkei Vísitalan hækkaði um 1,6 prósent, en Hang Seng um 0,8 prósent. 

Hlutabréfin í Bandaríkjunum hækkuðu einnig í gær. Dow Jones hækkaði um 1,3 prósent yfir daginn en S&P 500 hækkaði um 1,5 prósent. Talið er að bandaríski seðlabankinn hafi verið að senda þau skilaboð með stýrivaxtahækkun að bjartar er yfir bandaríska hagkerfinu auk þess er talið líklegt að tveggja prósenta verðbólgumarkmiði verði bráðum náð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×