Stórar spurningar í fágaðri veröld Magnús Guðmundsson skrifar 17. desember 2015 12:00 BÆKUR Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Veröld Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Fjöldi síðna: 389 Ólafur Jóhann Ólafsson hefur varið stórum hluta ævi sinnar og starfsferils utan Íslands og þá einkum í Bandaríkjunum. Fyrir vikið er ekki óeðlilegt að höfundarverk hans beri þess merki og líkast til má segja að hann sé hvað alþjóðlegastur íslenskra samtímahöfunda. Nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns, Endurkoman, er engin undantekning á þessu þar sem sögusviðið nær yfir New York og Connecticut í Bandaríkjunum, Allington á Englandi, Reykjavík, Snæfellsnes og Flatey svo tæpt sé á helstu viðkomustöðum. Endurkoman er líka stór og marglaga skáldsaga. Persónurnar eru fullmótaðar og áhugaverðar manneskjur og fyrstupersónufrásögn aðalpersónunnar leiðir lesandann áfram af öryggi. Ólafur Jóhann er tæknilega fær höfundur, hinn fumlausi og tæknilega snjalli píanisti orðsins. Öryggið er slíkt að það er ekki laust við að á köflum væri ákveðinn léttir að sjá ásláttarvillu eða ákveðið fum í frásögninni en slíkt er ekki í boði. Öryggið og færnin eru allsráðandi. Í endurkomunni segir frá hinum hálfíslenska Magnúsi Colin Conyngham, hámenntuðum heilasérfræðingi sem rannsakar ástand sjúklinga í dái, vitund og líf þeirra sem eru fangar í eigin líkama og eiga aldrei afturkvæmt. En Magnús tekst líka á við fortíð sína og æsku, lífið í skugga móður sinnar píanistans sem aldrei náði heimsfrægð og lifir í vonbrigðum og biturð fram að endurkomunni. Hann tekst líka á við ástina og missinn en umfram allt þó sjálfan sig og allar þær andstæður sem búa í einum manni. Ólafur Jóhann kann þá list að flétta saman sögur og láta þær enduróma í heildstæðu verki. Grunnstefið endurkoma ómar í mörgum ólíkum myndum og sögum tengdra sögupersóna en í ólíkri mynd með ólíkri afstöðu hverju sinni. Hver leið varpar fram nýju sjónarhorni á spurningar sem vakna um líf okkar og það val sem við tökumst á við á hverjum degi. Lesandinn er leiddur að spurningunum og þarf sjálfur að takast á við svörin, leita og finna, skoða líf sitt og hvernig við erum fangin í aðstæðum sem við höfum sjálf skapað með okkar eigin vali. Í Endurkomunni finnum við fyrir persónur sem eru fangar í eigin líkama jafnt sem þá sem eru fangar ákvarðana sinna, æsku sinnar, fortíðar og væntinga. Persónurnar velja og hafna, taka ákvarðanir um líf sitt og annarra. Engu er ýtt að lesandanum heldur er honum boðið í ferðalag um söguheiminn og gefinn þess kostur að spegla líf sitt í bókmenntalegum, sléttum og felldum heimi vals og ákvarðana. Ólafur Jóhann laðar þessa sögu fram áreynslulaust og af fagmennsku. Framvindan er fumlaus og örugg og tímalínan reikar örlítið eins og hún stjórnist á stundum fremur af líðan og tilfinningalífi aðalpersónunnar en öðru. Allt er þetta ákaflega vel gert. Það eina sem angrar þó á köflum er hversu sléttur og felldur söguheimurinn er og hversu siðmenntaðar persónurnar eru jafnt í hugsun sem og ákvörðunum. Þetta er saga hinna menntuðu, sjálfsöruggu og siðmenntuðu í veröld fágunar, hámenningar og lista. Veröld heimsborgarans. Fyrir vikið er þessi veröld helst til fjarlæg fyrir íslenska lesendur og helst til snyrtileg og jafnvel dálítið gamaldags. Þannig að þrátt fyrir vel skrifaða sögu og skýrt mótaðar persónur er erfitt að finna til samkenndar. Erfitt að finna til þess sem gerir góða bók frábæra.Niðurstaða: Falleg og vel skrifuð bók sem varpar fram stórum spurningum og lætur lesandanum eftir að leita svara. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
BÆKUR Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Veröld Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Fjöldi síðna: 389 Ólafur Jóhann Ólafsson hefur varið stórum hluta ævi sinnar og starfsferils utan Íslands og þá einkum í Bandaríkjunum. Fyrir vikið er ekki óeðlilegt að höfundarverk hans beri þess merki og líkast til má segja að hann sé hvað alþjóðlegastur íslenskra samtímahöfunda. Nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns, Endurkoman, er engin undantekning á þessu þar sem sögusviðið nær yfir New York og Connecticut í Bandaríkjunum, Allington á Englandi, Reykjavík, Snæfellsnes og Flatey svo tæpt sé á helstu viðkomustöðum. Endurkoman er líka stór og marglaga skáldsaga. Persónurnar eru fullmótaðar og áhugaverðar manneskjur og fyrstupersónufrásögn aðalpersónunnar leiðir lesandann áfram af öryggi. Ólafur Jóhann er tæknilega fær höfundur, hinn fumlausi og tæknilega snjalli píanisti orðsins. Öryggið er slíkt að það er ekki laust við að á köflum væri ákveðinn léttir að sjá ásláttarvillu eða ákveðið fum í frásögninni en slíkt er ekki í boði. Öryggið og færnin eru allsráðandi. Í endurkomunni segir frá hinum hálfíslenska Magnúsi Colin Conyngham, hámenntuðum heilasérfræðingi sem rannsakar ástand sjúklinga í dái, vitund og líf þeirra sem eru fangar í eigin líkama og eiga aldrei afturkvæmt. En Magnús tekst líka á við fortíð sína og æsku, lífið í skugga móður sinnar píanistans sem aldrei náði heimsfrægð og lifir í vonbrigðum og biturð fram að endurkomunni. Hann tekst líka á við ástina og missinn en umfram allt þó sjálfan sig og allar þær andstæður sem búa í einum manni. Ólafur Jóhann kann þá list að flétta saman sögur og láta þær enduróma í heildstæðu verki. Grunnstefið endurkoma ómar í mörgum ólíkum myndum og sögum tengdra sögupersóna en í ólíkri mynd með ólíkri afstöðu hverju sinni. Hver leið varpar fram nýju sjónarhorni á spurningar sem vakna um líf okkar og það val sem við tökumst á við á hverjum degi. Lesandinn er leiddur að spurningunum og þarf sjálfur að takast á við svörin, leita og finna, skoða líf sitt og hvernig við erum fangin í aðstæðum sem við höfum sjálf skapað með okkar eigin vali. Í Endurkomunni finnum við fyrir persónur sem eru fangar í eigin líkama jafnt sem þá sem eru fangar ákvarðana sinna, æsku sinnar, fortíðar og væntinga. Persónurnar velja og hafna, taka ákvarðanir um líf sitt og annarra. Engu er ýtt að lesandanum heldur er honum boðið í ferðalag um söguheiminn og gefinn þess kostur að spegla líf sitt í bókmenntalegum, sléttum og felldum heimi vals og ákvarðana. Ólafur Jóhann laðar þessa sögu fram áreynslulaust og af fagmennsku. Framvindan er fumlaus og örugg og tímalínan reikar örlítið eins og hún stjórnist á stundum fremur af líðan og tilfinningalífi aðalpersónunnar en öðru. Allt er þetta ákaflega vel gert. Það eina sem angrar þó á köflum er hversu sléttur og felldur söguheimurinn er og hversu siðmenntaðar persónurnar eru jafnt í hugsun sem og ákvörðunum. Þetta er saga hinna menntuðu, sjálfsöruggu og siðmenntuðu í veröld fágunar, hámenningar og lista. Veröld heimsborgarans. Fyrir vikið er þessi veröld helst til fjarlæg fyrir íslenska lesendur og helst til snyrtileg og jafnvel dálítið gamaldags. Þannig að þrátt fyrir vel skrifaða sögu og skýrt mótaðar persónur er erfitt að finna til samkenndar. Erfitt að finna til þess sem gerir góða bók frábæra.Niðurstaða: Falleg og vel skrifuð bók sem varpar fram stórum spurningum og lætur lesandanum eftir að leita svara.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira