Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 12:49 Sigmundur og Bjarni voru búnir að lofa Illuga stuðningi við óbreytt útvarpsgjald, en nú hins vegar bregður svo við að frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni. visir/stefán Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira