Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 09:11 Kópavogskirkja í jólabúningi. Vísir/GVA Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands. Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands.
Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira