Þingstörfin í hnút og starfsáætlun Alþingis farin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira