Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. desember 2015 13:21 Róbert Marshall Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Alþingi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Alþingi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira