Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 19:13 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00