Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Sigurður Skarphéðinsson við munna ísganganna þegar gerð þeirra var á lokametrunum. Fréttablaðið/Stefán Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira