Þinglok í fullkominni óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2015 14:12 Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi. Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi.
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira