Fjölmenni við jarðarför Fidda Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 14:52 Fiddi kveður. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull þegar sonur Hafnarfjarðar, Friðrik Oddsson, var jarðsunginn. visir/stefán/bergur ólafsson Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hafnfirðingar fjölmenntu þegar Friðrik Oddsson – Fiddi – var jarðsunginn. Hafnarfjarðarkirkja var troðfull sem og tengibyggingin, hvar athöfninni var varpað á skjá. Einnig var stór hópur í Kaplakrika, en þar var sent út frá jarðarförinni og stendur erfidrykkja yfir þar nú. Fiddi átti fjölmarga vini í Vestmannaeyjum, en hann var fastur gestur á Þjóðhátíð í Eyjum, og fylgdist hópur þar með jarðarförinni einnig. Vísir sendi beint frá útförinni og fylgdist fjöldi manna með þeirri útsendingu.Fjölmenni var í kirkjunni og fáni FH í öndvegi, en Fiddi var gegnheill FH-ingur, alla tíð.visir/stefánHandboltakappinn Logi Geirsson hafði veg og vanda að útförinni sem var glæsileg. FH-ingar stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkjunni en handboltahetjan Aron Pálmarsson hafði flogið sérstaklega til landsins og fengið frí frá liði sínu Vesprem í Ungverjalandi til að vera einn kistubera. Söngvararnir Páll Rósinkranz, Bubbi Morthens og Hreiðar Örn Kristjánsson sungu lög sem Fiddi sjálfur hafði valið, en hann vissi að hverju stefndi.Aron Pálmarsson flaug gagngert til landsins til að bera vin sinn til grafar.visir/stefánPrestarnir Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir jarðsungu og nefndu þau að Fiddi hafi verið ekta Gaflari og stoltur sem slíkur. Þó tilefnið hafi verið sorglegt var hlegið í Hafnarfjarðarkirkju, og var það í anda þess sem jarðsunginn var, en Fiddi var þekktur fyrir að vera ávallt með spaugsyrði á vörum. Í minningarorðum var meðal annars rifjuð upp saga sem Fiddi sagði stundum af sér sjálfur, sú að hann, hrakfallabálkur sem hann var, hafi lent í bílslysi og töldu margir Fidda af. Einn vinur Fidda hringdi í lögregluna til að fá úr þessu skorið; hvort rétt væri að Fiddi hafi farist í slysinu? „Nei, því miður,“ svaraði þá varðstjórinn. Séra Einar og Séra Sigríður Kristin nefndu það jafnframt í minningarorðum sínum að fáir ef nokkrir hefðu sett eins mikinn svip á bæinn og Fiddi; sem var afar ræðinn og gaf sig á tal við unga sem aldna. Hafnarfjörður verður ekki samur.FH-ingar stóðu heiðursvörð þá er kistan var borin úr kirkjunni.visir/stefán
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00 Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00 Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Aron heim til að bera Fidda til grafar Fjölmargir hafa boðað komu sína þá er Hafnfirðingurinn Fiddi verður jarðsettur nú á fimmtudag. 8. desember 2015 16:00
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08
Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Fiddi vissi að hann var dauðvona og nú hefur Logi Geirsson hefur lagt upp jarðarför Hafnfirðingsins. 6. desember 2015 10:00
Bein útsending: Hafnfirðingar kveðja Fidda Athöfnin hefst í Hafnarfjarðarkirkju klukkan eitt. 10. desember 2015 12:36