Benz ásakar verkfræðing um stuld fyrir Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:35 Mercedes Benz Formúlu 1 bíll í keppni. Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent