Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 16:00 Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. vísir/vilhelm Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58
Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49