Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Bjarki Ármannsson skrifar 28. desember 2015 17:51 Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22