Starfsmaður ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2015 07:00 Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun. Því komst ég sjálfur að þegar ég fékk þá ótrúlega frumlegu hugmynd að renna mér yfir svellið eftir næturbrölt helgina fyrir jól. Með góða vinkonu sem vitorðsmann á meðan önnur hristi hausinn yfir vitleysunni klifruðum við yfir girðinguna. Fætur voru komnir á svellið og allt klárt fyrir rennsli – þegar hann mætti. Í skærgulum jakka og með sígarettu í munnvikinu reif hann í úlpuna mína og benti mér vinsamlegast á að þetta væri ekki í boði. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væru nú einu sinni jólin og ætlaði að renna mér en hann hélt nú ekki. Valið stóð á milli þess að rífa sig úr úlpunni og renna sér, rífa úlpuna og renna sér eða leggja drauminn um næturrennsli á hilluna. Ég valdi þriðja kostinn og við röltum sem leið lá hellulagða gönguleið yfir torgið þangað til við komum að girðingunni og bjuggum okkur undir að klifra. Nei, nei, þá var hann mættur aftur. Klippti á böndin, hleypti okkur út og mig langar að segja að hann hafi jafnvel óskað okkur gleðilegra jóla. Virðing mín fyrir þessum strák varð ekkert lítil. Hans hlutverk var að gæta svellsins þegar algjörir vitleysingar undir áhrifum væru líklegir til afreka. Hann tók hlutverkið ekki aðeins alvarlega heldur sinnti því af fagmennsku. Öllum er augljóst hver var fíflið í þessari jólasögu og ég veit hvert ég hringi þegar mig vantar næst toppmann til að sinna gæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun. Því komst ég sjálfur að þegar ég fékk þá ótrúlega frumlegu hugmynd að renna mér yfir svellið eftir næturbrölt helgina fyrir jól. Með góða vinkonu sem vitorðsmann á meðan önnur hristi hausinn yfir vitleysunni klifruðum við yfir girðinguna. Fætur voru komnir á svellið og allt klárt fyrir rennsli – þegar hann mætti. Í skærgulum jakka og með sígarettu í munnvikinu reif hann í úlpuna mína og benti mér vinsamlegast á að þetta væri ekki í boði. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væru nú einu sinni jólin og ætlaði að renna mér en hann hélt nú ekki. Valið stóð á milli þess að rífa sig úr úlpunni og renna sér, rífa úlpuna og renna sér eða leggja drauminn um næturrennsli á hilluna. Ég valdi þriðja kostinn og við röltum sem leið lá hellulagða gönguleið yfir torgið þangað til við komum að girðingunni og bjuggum okkur undir að klifra. Nei, nei, þá var hann mættur aftur. Klippti á böndin, hleypti okkur út og mig langar að segja að hann hafi jafnvel óskað okkur gleðilegra jóla. Virðing mín fyrir þessum strák varð ekkert lítil. Hans hlutverk var að gæta svellsins þegar algjörir vitleysingar undir áhrifum væru líklegir til afreka. Hann tók hlutverkið ekki aðeins alvarlega heldur sinnti því af fagmennsku. Öllum er augljóst hver var fíflið í þessari jólasögu og ég veit hvert ég hringi þegar mig vantar næst toppmann til að sinna gæslu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun