Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Bjarki Ármannsson skrifar 27. desember 2015 18:31 Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. Vísir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07