Sigurjón á Sprengisandi: Enn og aftur erum við tekin í bólinu 27. desember 2015 14:04 Sigurjón M. Egilsson „Ég fékk aulahroll í meira lagi þegar sjónvarpsstöðvarnar sögðu frá og birtu viðtöl við erlenda ferðamenn sem kusu að koma hingað til okkar um jólin. Þeir sögðu frá vanda sínum við að fá að borða. Svo var að skilja að víðast hvar hafi þeir komið að luktum dyrum, veitingahús voru flest, varla öll, lokuð á aðfangadaskvöld. Einhverjir ferðamannana höfðu komist yfir samlokur með skinku og osti á aðfangadagskvöld," sagði Sigurjón M. Egilsson í inngangi sínum að þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón bætti við að enn og aftur værum við tekin í bólinu. „Í margar vikur voru sagðar fréttir af því að aldrei hafi eins margir erlendir ferðamenn ákveðið að koma til Íslands um jól og áramót. Öllum átti og öllum mátti vera ljóst að hverju stefndi. Að enn eitt metið í ferðaþjónustu yrði slegið nú um hátíðarnar. En það dugði ekki til. Mér virðist sem hvergi hafi verið mat að fá." Þetta hafi gerst þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bætt við stofnun, rannsóknarmiðstöð ferðamála, þar sem ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri úr innstu röðum flokks ráðherra ferðamála. „Sá fær væntanlega það verkefni að rannsaka hvers vegna ekki var hlustað á spár um komu erlendra ferðamanna hingað um jól og áramót og viðbrögðin því nánast engin. Hversu óhöndulega okkur ætlast að bregðast við vinsældum Íslands sem ferðamannalands er reyndar merkur kafli sem þarf að skrifa." Að lokum sagði Sigurjón ábyrgðin á því hversu illa við stöndum okkur í þessum efnum vera á herðum margra. „Mesta á ábyrgð ráðherra ferðamála. Þar verður að gera betur. Ekki í vor, ekki í sumar, heldur núna. Byrja af afli." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Ég fékk aulahroll í meira lagi þegar sjónvarpsstöðvarnar sögðu frá og birtu viðtöl við erlenda ferðamenn sem kusu að koma hingað til okkar um jólin. Þeir sögðu frá vanda sínum við að fá að borða. Svo var að skilja að víðast hvar hafi þeir komið að luktum dyrum, veitingahús voru flest, varla öll, lokuð á aðfangadaskvöld. Einhverjir ferðamannana höfðu komist yfir samlokur með skinku og osti á aðfangadagskvöld," sagði Sigurjón M. Egilsson í inngangi sínum að þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón bætti við að enn og aftur værum við tekin í bólinu. „Í margar vikur voru sagðar fréttir af því að aldrei hafi eins margir erlendir ferðamenn ákveðið að koma til Íslands um jól og áramót. Öllum átti og öllum mátti vera ljóst að hverju stefndi. Að enn eitt metið í ferðaþjónustu yrði slegið nú um hátíðarnar. En það dugði ekki til. Mér virðist sem hvergi hafi verið mat að fá." Þetta hafi gerst þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bætt við stofnun, rannsóknarmiðstöð ferðamála, þar sem ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri úr innstu röðum flokks ráðherra ferðamála. „Sá fær væntanlega það verkefni að rannsaka hvers vegna ekki var hlustað á spár um komu erlendra ferðamanna hingað um jól og áramót og viðbrögðin því nánast engin. Hversu óhöndulega okkur ætlast að bregðast við vinsældum Íslands sem ferðamannalands er reyndar merkur kafli sem þarf að skrifa." Að lokum sagði Sigurjón ábyrgðin á því hversu illa við stöndum okkur í þessum efnum vera á herðum margra. „Mesta á ábyrgð ráðherra ferðamála. Þar verður að gera betur. Ekki í vor, ekki í sumar, heldur núna. Byrja af afli."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira