Staðfest var í dag að Patrick Grötzki, hornamaður þýska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, missi af Evrópumótinu í handbolta sem hefst í Póllandi þann 15. janúar næstkomandi.
Grötzki meiddist í leik Rhein-Neckar Löwen og Kiel á dögunum en greint var frá því á vef þýska handknattleikssambandsins að að bein í fæti hans væri brotið og að hann verði frá næstu átta vikurnar.
Þetta er áfall fyrir Dag Sigurðsson sem þjálfar þýska landsliðið en Grötzki er þriðji leikmaðurinn sem meiðist á skömmum tíma.
Áður höfðu liðsfélagi Grötzki úr Löwen, Uwe Gensheimer og Patrick Wiencek, leikmaður Kiel, neyðst til þess að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.
Dagur missir enn einn leikmanninn í meiðsli
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn