Ekki hlusta á hagfræðingana fyrir jólin Lars Christensen skrifar 23. desember 2015 16:00 Þegar gott partí er í gangi koma yfirleitt hagfræðingarnir og eyðileggja alla skemmtunina. Og hvað haldið þið? Þeir gætu jafnvel tekið gleðina úr jólunum! Árið 2009 skrifaði bandaríski hagfræðiprófessorinn Joel Waldfogel bók með titlinum Scroogenomics: Why You Shouldn’t Buy Presents for the Holidays (Nirfilsfræði: Af hverju þú ættir ekki að kaupa gjafir fyrir hátíðarnar). Waldfogel færir mjög sannfærandi rök (að minnsta kosti fyrir aðra hagfræðinga) fyrir því að maður ætti ekki að kaupa jólagjafir, og að slíkt valdi því sem hagfræðingar kalla „allratap“. Waldfogel setti líka fram þessi rök í grein árið 2001, þar sem hann sagði: „Mikilvægt atriði varðandi gjafir er að neysluvalið á sér stað hjá einhverjum öðrum en hinum endanlega neytanda. Rekstrarhagfræðilega séð getur það haft mikil áhrif ef það er misræmi á milli gjafa og þess sem viðtakandinn óskar sér. Í viðteknum rekstrarhagfræðilegum ramma neytendavals er það besta sem gefandinn getur gert við, segjum 10 dali, að tvöfalda það sem viðtakandinn hefði valið. Það er mögulegt að gefandinn velji gjöf sem viðtakandinn metur í raun ofar verðinu – til dæmis ef viðtakandinn er ekki mjög vel upplýstur – en það er þó líklegra að gjöfin komi verr út fyrir viðtakandann en ef hann hefði valið gjöfina sjálfur sem neytandi fyrir sömu upphæð. Í stuttu máli: Gjafir eru hugsanlega uppspretta allrataps.“ Það sem Waldfogel er að segja hérna er: Slepptu því að hlaupa um og reyna að finna fallega jólagjöf handa konunni þinni. Gefðu henni bara ávísun, og hún ætti auðvitað að gera það sama fyrir þig. Og fyrst við erum byrjuð: Gleymdu tékkunum, því þeir myndu bara „jafnast út“. Það er einfaldlega tímaeyðsla að kaupa jólagjafir handa fólki þegar það vildi frekar fá peningana. Waldfogel gengur lengra – enda hagfræðingur – og setur tölu á „allratapið“ við jólagjafa-„viðskiptin“, og það er engin smáupphæð. Hún er reyndar feikihá. Hann áætlar að allratapið sé á milli 10% og 30% af raunvirði gjafarinnar, svo ef þú kaupir gott ilmvatn handa konunni þinni fyrir 10.000 krónur þá gæti „allratapið“ verið í kringum 2.000 krónur. Svo það væri kannski betra fyrir þig (og konuna þína) ef þú létir hana fá ávísun upp á 8.001 krónu og þið keyptuð ykkur svo vínflösku fyrir 1.999 krónur. Af hverju gerirðu þetta þá ekki? Ja, af því að hún er ekki hagfræðingur! Og það er konan mín ekki heldur, og hún kynni sannarlega ekki að meta það ef ég héldi fyrirlestur yfir henni um helstu atriði „hagfræði jólanna“ á aðfangadagskvöld, og börnin mín kynnu sannarlega ekki að meta það heldur! Svo nú ætla ég að hætta að vera hagfræðingur og hlaupa út og finna fallega gjöf handa konunni minni. Ég veit að hún keypti gjafirnar handa mér fyrir löngu, á meðan ég var upptekinn við að pæla í hvað Janet Yellen ætti að gera varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna og af hverju við ættum að tengja íslensk húsnæðislán við tekjur frekar en verðbólgu. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Þegar gott partí er í gangi koma yfirleitt hagfræðingarnir og eyðileggja alla skemmtunina. Og hvað haldið þið? Þeir gætu jafnvel tekið gleðina úr jólunum! Árið 2009 skrifaði bandaríski hagfræðiprófessorinn Joel Waldfogel bók með titlinum Scroogenomics: Why You Shouldn’t Buy Presents for the Holidays (Nirfilsfræði: Af hverju þú ættir ekki að kaupa gjafir fyrir hátíðarnar). Waldfogel færir mjög sannfærandi rök (að minnsta kosti fyrir aðra hagfræðinga) fyrir því að maður ætti ekki að kaupa jólagjafir, og að slíkt valdi því sem hagfræðingar kalla „allratap“. Waldfogel setti líka fram þessi rök í grein árið 2001, þar sem hann sagði: „Mikilvægt atriði varðandi gjafir er að neysluvalið á sér stað hjá einhverjum öðrum en hinum endanlega neytanda. Rekstrarhagfræðilega séð getur það haft mikil áhrif ef það er misræmi á milli gjafa og þess sem viðtakandinn óskar sér. Í viðteknum rekstrarhagfræðilegum ramma neytendavals er það besta sem gefandinn getur gert við, segjum 10 dali, að tvöfalda það sem viðtakandinn hefði valið. Það er mögulegt að gefandinn velji gjöf sem viðtakandinn metur í raun ofar verðinu – til dæmis ef viðtakandinn er ekki mjög vel upplýstur – en það er þó líklegra að gjöfin komi verr út fyrir viðtakandann en ef hann hefði valið gjöfina sjálfur sem neytandi fyrir sömu upphæð. Í stuttu máli: Gjafir eru hugsanlega uppspretta allrataps.“ Það sem Waldfogel er að segja hérna er: Slepptu því að hlaupa um og reyna að finna fallega jólagjöf handa konunni þinni. Gefðu henni bara ávísun, og hún ætti auðvitað að gera það sama fyrir þig. Og fyrst við erum byrjuð: Gleymdu tékkunum, því þeir myndu bara „jafnast út“. Það er einfaldlega tímaeyðsla að kaupa jólagjafir handa fólki þegar það vildi frekar fá peningana. Waldfogel gengur lengra – enda hagfræðingur – og setur tölu á „allratapið“ við jólagjafa-„viðskiptin“, og það er engin smáupphæð. Hún er reyndar feikihá. Hann áætlar að allratapið sé á milli 10% og 30% af raunvirði gjafarinnar, svo ef þú kaupir gott ilmvatn handa konunni þinni fyrir 10.000 krónur þá gæti „allratapið“ verið í kringum 2.000 krónur. Svo það væri kannski betra fyrir þig (og konuna þína) ef þú létir hana fá ávísun upp á 8.001 krónu og þið keyptuð ykkur svo vínflösku fyrir 1.999 krónur. Af hverju gerirðu þetta þá ekki? Ja, af því að hún er ekki hagfræðingur! Og það er konan mín ekki heldur, og hún kynni sannarlega ekki að meta það ef ég héldi fyrirlestur yfir henni um helstu atriði „hagfræði jólanna“ á aðfangadagskvöld, og börnin mín kynnu sannarlega ekki að meta það heldur! Svo nú ætla ég að hætta að vera hagfræðingur og hlaupa út og finna fallega gjöf handa konunni minni. Ég veit að hún keypti gjafirnar handa mér fyrir löngu, á meðan ég var upptekinn við að pæla í hvað Janet Yellen ætti að gera varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna og af hverju við ættum að tengja íslensk húsnæðislán við tekjur frekar en verðbólgu. Gleðileg jól!
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun