Innlent

Segir þolendur kynferðisbrota fá eitt stórt „fokkjúmerki“ frá dómara

Jakob Bjarnar skrifar
Júlía er afar ósátt við það hvernig mál hennar var afgreitt í héraðsdómi.
Júlía er afar ósátt við það hvernig mál hennar var afgreitt í héraðsdómi.
Máli Júlíu Birgisdóttur var vísað frá í héraðsdómi í gær. Júlía, sem nýverið steig fram og lýsti því hvernig kynlífsmyndbandi af henni hafði verið sett á netið og er það nú að finna á fjölda klámsíðna. Gerandinn er maður sem Júlía átti í lauslegu sambandi við.

Júlía kærði málið en nú hefur því verið vísað frá af Ragnheiði Harðardóttur, á þeim forsendum að lögreglan sé að rannsaka málið. Gísli Tryggvason lögmaður Júlíu segir þessa frávísun byggja á banni við tvöfaldri málsmeðferð en mál Júlíu er einkamál.

Júlía er afar ósátt við þessar lyktir og segist tapa verulegum fjármunum á því. Hún var í viðtali við Harmageddon í morgun og fór þá í saumana á málinu. Hún tjáir sig jafnframt á Facebooksíðu sinni.

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég er verulega reið yfir því að málinu mínu var vísað frá án rökstuðnings fyrir því hvers vegna því var ekki frestað. Afleiðing af þessum hálfvitaskap í Ragnheiði Harðardóttur, héraðsdómara er kostnaður upp á amk 1 og hálfa milljón og að greiða kostnaðinn hans líka!“

Júlía segir þetta algerlega óháð sekt eða sakleysi heldur byggir Ragnheiður þetta á einhverjum fáránlegum formgalla sem ég hún getur ekki séð að eigi við hér.

„Ég er búin að vera kurteis og ég er búin að vera dipló. Ég bauð honum sættir og ég ræddi málið af yfirvegun. Refsivörslukerfið virðist staðráðið í því að gefa þolendum kynferðisbrota eitt stórt fokkjúmerki í öllu sem það gerir og þá er ekkert eftir nema að verða fkn pissed!“

Ég fór í Harmageddon X 977 í morgun og ég skal alveg viðurkenna það að ég er verulega reið yfir því að málinu mínu var v...

Posted by Júlía Birgis on 22. desember 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×