Ólympíuleikarnir er gulrótin fyrir strákana okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 06:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum í gær. vísir/Ernir Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti