Þarf byltingu ef ná skal áfangastað Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Helstu möguleikar Íslendinga til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í endurheimt votlendis. Tæknilega er sú aðgerð einföld, og ódýrari en flestar aðrar sem lúta að þessu markmiði – en stjórnvöld hafa samt lítið sem ekkert gert. fréttablaðið/jónGuðmundsson Íslensk stjórnvöld, sem og allir aðrir, þurfa að grípa til markvissra aðgerða ef á að ná yfirlýstum markmiðum í loftslagsmálum. Til þess þarf að færa fórnir, og skilning allra á þeirri staðreynd að staðan í loftslagsmálum kallar á byltingu en ekki einungis varfærna aðlögun á neyslu almennings. Háleit markmið en lítið gertStefán Gíslason„Mér finnst hafa gætt tilhneigingar hjá íslenskum stjórnvöldum til að tala fjálglega um eigin frammistöðu og háleit markmið. En þau aðhafast minna þegar kemur að því að ráðast í þau verk sem þarf að vinna til að ná markmiðunum. Sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ágæt. Hún hefur þó lítið gildi ein og sér, enda mun vera ætlunin að fylgja henni eftir með nákvæmari aðgerðaáætlun á næsta ári. Ég bíð spenntur eftir þeirri áætlun. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vilja stefna að t.d. rafvæðingu samgangna en aðhafast svo ekkert umfram það sem framtakssömum einkaaðilum dettur í hug að gera að eigin frumkvæði og á eigin reikning,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice og formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar. Engu má hagga„Mér finnst umræðan á Íslandi um loftslagsmál, og reyndar um umhverfismál almennt, vera lituð af því að ekki megi hagga því sem fyrir er. Þannig megi grænt hagkerfi t.d. ekki vera á kostnað brúna hagkerfisins. Enginn megi líða fyrir breytingarnar, heldur eigi allir að hafa rétt til að halda sínu striki. Nýjungarnar séu bara viðbót. Enginn eigi að þurfa að færa neinar fórnir. Aðeins megi nota gulrætur en ekki vendi, eins og það er stundum orðað,“ segir Stefán. Hann segir að í þessu sé að finna grundvallarmisskilning. Hvorki við né aðrir eigum val um að taka bara bestu bitana. Enginn komist hjá því að færa fórnir – sem verða sársaukafullar. „Heilu atvinnugreinarnar geta lagst af en í þeirra stað munu nýjar byggjast upp. Þegar upp er staðið verður þetta öllum til heilla, það er að segja þegar nýju jafnvægi er náð. Þeir sem hafa atvinnu af því að leita að olíu, flytja hana eða selja munu smátt og smátt missa vinnuna. Í staðinn verða til önnur, og fleiri, störf sem þetta sama fólk veit ekki hver verða. Og þetta sama fólk mun kannski ekki hafa þekkingu til að sinna þessum nýju störfum. Í því liggur sársaukinn. Þetta er svipuð staða eins og getur komið upp í skák. Eina leiðin til að vinna skákina er að fórna manni. Það lítur kannski illa út á því augnabliki sem það er gert, en án fórnarinnar er skákin töpuð.“ Huglægur vandiStefán telur að ljónin í veginum séu ekki tæknileg, ef við ætlum að ná þeim háleitu markmiðum sem við höldum gjarnan á lofti. Þau séu huglæg og pólitísk. „Menn verða að horfast í augu við að staðan í loftslagsmálum kallar ekki á minniháttar lagfæringar á neyslu eða á hagkerfinu almennt. Hún kallar á byltingu. Þeir sem standa fastir í þeirri afneitun að smáskammtalækningar dugi munu sitja eftir. Valið stendur um að hrökkva eða stökkva, nema hvað þeir sem hrökkva komast ekki inn í framtíðina. Það sem þarf að gera núna snýst ekki um að flokka nokkrar mjólkurfernur, draga úr matarsóun um 5% eða fara á hjóli í vinnuna einu sinni á ári til að spara bílinn. Allt er þetta gott og gilt og nauðsynlegt en skiptir samt skelfilega litlu máli í stóru myndinni. Miklu, miklu stærri breytingar eru óhjákvæmilegar,“ segir Stefán. BönnStjórnvöld hafa, almennt talað, þrenns konar tæki til að hafa áhrif á hegðun markaðarins. Boð og bönn, hagræn stjórntæki og upplýsingar. Um þetta segist Stefán hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vilji gjarnan upplýsa almenning og atvinnulífið um mikilvægi þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. En það eitt dugi hins vegar skammt. Það sé ekki nóg að beita boðum – það þurfi líka að beita bönnum. „Gulrótin dugar ekki. Það þarf að grípa til vandarins ef kerfið lætur ekki að stjórn. Hagræn stjórntæki eru notuð í einhverjum mæli, en að mínu mati í allt of litlum mæli. Það þyrfti t.d. að ganga miklu lengra í að skattleggja mengun, bæði til að draga úr henni og til þess að fjármagna nýsköpun í hreinni starfsemi,“ segir Stefán. Eins og fleiri viðmælendur Fréttablaðsins í umfjöllun um loftslagsmál segir Stefán að hætta verði við öll áform um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Eins þurfi að afnema skaðlegar greiðslur og styrki sem ýta undir notkun jarðefnaeldsneytis. Þá sé hægt að innleiða viðauka við Marpol-samninginn, sem er rammasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, en með því væri hægt að setja strangari kröfur um mengunarvarnir innan landhelginnar. Möguleikar liggja einnig í banni við urðun lífræns úrgangs og í því að stjórnvöld standi við yfirlýsingar um að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Þá liggi beint við að ráðast í stórátak til að stöðva losun kolefnis úr framræstu votlendi og nýta mengunarskatta til að fjármagna breytingar í anda græns hagkerfis. Í þessu samhengi rifjar Stefán upp að Alþingi samþykkti einróma að efla grænt hagkerfi fyrir ekki svo löngu, en ítarleg vinna verkefnastjórnar lá fyrir í janúar 2013. Þar sveif yfir vötnum sá metnaður þingsins að efling græna hagkerfisins yrði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. „Hér erum við ekki að tala um að setja 50 milljónir í eitthvert eitt tilraunaverkefni í eitt ár. Við erum að tala um breytta ráðstöfun á milljörðum eða tugum milljarða króna á hverju ári um ókomna framtíð. Auðvitað eru slíkar breytingar sársaukafullar, en sársaukinn verður fyrst raunverulegur ef ekkert verður aðhafst,“ segir Stefán. Hálfkaraður leiðarvísirSóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í lok nóvember, og var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem lauk með því að nýr loftslagssamningur var undirritaður af 195 þjóðum. Á sama tíma og samningnum er fagnað sem risaskrefi í rétt átt viðurkenna allir að vinnan sé öll eftir. Í viðtali við Fréttablaðið líkti Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, samningnum við að allir séu búnir að skilgreina hvert skal haldið en eftir sé að finna leiðina þangað. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Gagnrýni á sóknaráætlunina hefur verið áberandi en fátt nýtt er þar að finna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur heldur ekki verið gert. Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld, sem og allir aðrir, þurfa að grípa til markvissra aðgerða ef á að ná yfirlýstum markmiðum í loftslagsmálum. Til þess þarf að færa fórnir, og skilning allra á þeirri staðreynd að staðan í loftslagsmálum kallar á byltingu en ekki einungis varfærna aðlögun á neyslu almennings. Háleit markmið en lítið gertStefán Gíslason„Mér finnst hafa gætt tilhneigingar hjá íslenskum stjórnvöldum til að tala fjálglega um eigin frammistöðu og háleit markmið. En þau aðhafast minna þegar kemur að því að ráðast í þau verk sem þarf að vinna til að ná markmiðunum. Sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ágæt. Hún hefur þó lítið gildi ein og sér, enda mun vera ætlunin að fylgja henni eftir með nákvæmari aðgerðaáætlun á næsta ári. Ég bíð spenntur eftir þeirri áætlun. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vilja stefna að t.d. rafvæðingu samgangna en aðhafast svo ekkert umfram það sem framtakssömum einkaaðilum dettur í hug að gera að eigin frumkvæði og á eigin reikning,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice og formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar. Engu má hagga„Mér finnst umræðan á Íslandi um loftslagsmál, og reyndar um umhverfismál almennt, vera lituð af því að ekki megi hagga því sem fyrir er. Þannig megi grænt hagkerfi t.d. ekki vera á kostnað brúna hagkerfisins. Enginn megi líða fyrir breytingarnar, heldur eigi allir að hafa rétt til að halda sínu striki. Nýjungarnar séu bara viðbót. Enginn eigi að þurfa að færa neinar fórnir. Aðeins megi nota gulrætur en ekki vendi, eins og það er stundum orðað,“ segir Stefán. Hann segir að í þessu sé að finna grundvallarmisskilning. Hvorki við né aðrir eigum val um að taka bara bestu bitana. Enginn komist hjá því að færa fórnir – sem verða sársaukafullar. „Heilu atvinnugreinarnar geta lagst af en í þeirra stað munu nýjar byggjast upp. Þegar upp er staðið verður þetta öllum til heilla, það er að segja þegar nýju jafnvægi er náð. Þeir sem hafa atvinnu af því að leita að olíu, flytja hana eða selja munu smátt og smátt missa vinnuna. Í staðinn verða til önnur, og fleiri, störf sem þetta sama fólk veit ekki hver verða. Og þetta sama fólk mun kannski ekki hafa þekkingu til að sinna þessum nýju störfum. Í því liggur sársaukinn. Þetta er svipuð staða eins og getur komið upp í skák. Eina leiðin til að vinna skákina er að fórna manni. Það lítur kannski illa út á því augnabliki sem það er gert, en án fórnarinnar er skákin töpuð.“ Huglægur vandiStefán telur að ljónin í veginum séu ekki tæknileg, ef við ætlum að ná þeim háleitu markmiðum sem við höldum gjarnan á lofti. Þau séu huglæg og pólitísk. „Menn verða að horfast í augu við að staðan í loftslagsmálum kallar ekki á minniháttar lagfæringar á neyslu eða á hagkerfinu almennt. Hún kallar á byltingu. Þeir sem standa fastir í þeirri afneitun að smáskammtalækningar dugi munu sitja eftir. Valið stendur um að hrökkva eða stökkva, nema hvað þeir sem hrökkva komast ekki inn í framtíðina. Það sem þarf að gera núna snýst ekki um að flokka nokkrar mjólkurfernur, draga úr matarsóun um 5% eða fara á hjóli í vinnuna einu sinni á ári til að spara bílinn. Allt er þetta gott og gilt og nauðsynlegt en skiptir samt skelfilega litlu máli í stóru myndinni. Miklu, miklu stærri breytingar eru óhjákvæmilegar,“ segir Stefán. BönnStjórnvöld hafa, almennt talað, þrenns konar tæki til að hafa áhrif á hegðun markaðarins. Boð og bönn, hagræn stjórntæki og upplýsingar. Um þetta segist Stefán hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vilji gjarnan upplýsa almenning og atvinnulífið um mikilvægi þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. En það eitt dugi hins vegar skammt. Það sé ekki nóg að beita boðum – það þurfi líka að beita bönnum. „Gulrótin dugar ekki. Það þarf að grípa til vandarins ef kerfið lætur ekki að stjórn. Hagræn stjórntæki eru notuð í einhverjum mæli, en að mínu mati í allt of litlum mæli. Það þyrfti t.d. að ganga miklu lengra í að skattleggja mengun, bæði til að draga úr henni og til þess að fjármagna nýsköpun í hreinni starfsemi,“ segir Stefán. Eins og fleiri viðmælendur Fréttablaðsins í umfjöllun um loftslagsmál segir Stefán að hætta verði við öll áform um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Eins þurfi að afnema skaðlegar greiðslur og styrki sem ýta undir notkun jarðefnaeldsneytis. Þá sé hægt að innleiða viðauka við Marpol-samninginn, sem er rammasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, en með því væri hægt að setja strangari kröfur um mengunarvarnir innan landhelginnar. Möguleikar liggja einnig í banni við urðun lífræns úrgangs og í því að stjórnvöld standi við yfirlýsingar um að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Þá liggi beint við að ráðast í stórátak til að stöðva losun kolefnis úr framræstu votlendi og nýta mengunarskatta til að fjármagna breytingar í anda græns hagkerfis. Í þessu samhengi rifjar Stefán upp að Alþingi samþykkti einróma að efla grænt hagkerfi fyrir ekki svo löngu, en ítarleg vinna verkefnastjórnar lá fyrir í janúar 2013. Þar sveif yfir vötnum sá metnaður þingsins að efling græna hagkerfisins yrði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. „Hér erum við ekki að tala um að setja 50 milljónir í eitthvert eitt tilraunaverkefni í eitt ár. Við erum að tala um breytta ráðstöfun á milljörðum eða tugum milljarða króna á hverju ári um ókomna framtíð. Auðvitað eru slíkar breytingar sársaukafullar, en sársaukinn verður fyrst raunverulegur ef ekkert verður aðhafst,“ segir Stefán. Hálfkaraður leiðarvísirSóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í lok nóvember, og var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem lauk með því að nýr loftslagssamningur var undirritaður af 195 þjóðum. Á sama tíma og samningnum er fagnað sem risaskrefi í rétt átt viðurkenna allir að vinnan sé öll eftir. Í viðtali við Fréttablaðið líkti Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, samningnum við að allir séu búnir að skilgreina hvert skal haldið en eftir sé að finna leiðina þangað. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Gagnrýni á sóknaráætlunina hefur verið áberandi en fátt nýtt er þar að finna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur heldur ekki verið gert.
Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira