Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2015 05:00 Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið.
Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira