Svona líta börn von Trapp út í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 19:30 Söngvaseiður er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira