Frjálsari reglur í opnum fangelsum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. desember 2015 11:00 Fangelsið á Sogni er svokallað opið úrræði. Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira