Jaliesky Garcia, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, er tekinn við landsliði Púertó Ríkó.
Garcia er frá Kúbu en kom til Íslands árið 2000 og gekk til liðs við HK. Garcia lék í þrjú tímabil með Kópavogsliðinu og varð bikarmeistari með því árið 2003.
Garcia gekk til liðs við þýska liðið Göppingen 2003 og lék með því til 2009 þegar hann lagði skóna á hilluna.
Garcia fékk íslenska ríkisborgararétt 2003 og lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tapaði 39-34 fyrir Þýskalandi í Berlín 22. mars það ár.
Garcia lék alls 46 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 149 mörk. Hann lék með íslenska landsliðinu á EM 2004 og 2008 og Ólympíuleikunum 2004.
Nú eru því fimm fyrrverandi íslenskir landsliðsmenn starfandi landsliðsþjálfarar: Garcia (Púertó Ríkó), Dagur Sigurðsson (Þýskaland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk), Patrekur Jóhannesson (Austurríki) og Aron Kristjánsson (Ísland).
Fyrrverandi landsliðsmaður Íslands orðinn þjálfari Púertó Ríkó
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn