Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson jón hákon halldórsson skrifar 30. desember 2015 10:00 Dómnefnd Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis valdi Árna Odd viðskiptamann ársins 2015, með nokkrum yfirburðum. vísir/gva Árni Oddur Þórðarson tók við stjórnartaumum hjá Marel undir lok árs 2013. Hann réðst strax í miklar breytingar á rekstrinum sem hafa skilað fyrirtækinu betri rekstrarafkomu. Í nóvember keypti Marel svo MPS fyrir jafnvirði 54 milljarða króna. Í einkalífinu eru aðrar áskoranir því Árni Oddur og eiginkona hans eiga von á sínu þriðja barni í janúar tók við sem forstjóri Marel 1. nóvember 2013 af Hollendingnum Theo Hoen. Hann hafði þá verið stjórnarformaður fyrirtækisins í átta ár. Árni Oddur hófst strax handa við að breyta rekstrinum. Ráðist var í tveggja ára aðgerðaáætlun til að einfalda fyrirtækið og gera það skilvirkara. Vöruframboð var skerpt, markaðssókn hert og kostnaðargrunnur félagsins lækkaður með fækkun starfsfólks og samþættingu á verksmiðjurekstri félagsins. Af nítján verksmiðjum sem Marel starfrækti fyrir tveimur árum hefur níu verið lokað. Marel hefur tekist að nýta góðar markaðsaðstæður og auka sölu á sama tíma og kostnaðargrunnur hefur lækkað. Stóraukinn rekstrarhagnaður Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 106 milljónir evra (um 15 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) á fyrstu níu mánuðum þessa árs til samanburðar við 55 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, og hefur aukist um 90% á milli ára. Sennilegast á bættur rekstur fyrirtækisins og bættar framtíðarhorfur sinn þátt í því að á nýliðinni Þorláksmessu var markaðsverðmæti fyrirtækisins á aðallista Kauphallar Íslands um 83 prósentum hærra en það var á sama degi ári áður. Það dró svo til tíðinda hjá Marel í nóvember, þegar tilkynnt var að fyrirtækið hefði keypt hollenska fyrirtækið MPS, sem framleiðir búnað til frumvinnslu á kjöti. Kaupverðið var 382 milljónir evra (54 milljarðar króna). Dómnefnd Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis valdi Árna Odd viðskiptamann ársins 2015, með nokkrum yfirburðum. Árni Oddur tók við viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins úr hendi Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla í gær.vísir/gvaStefnan alltaf verið skýr „Stefnan hefur alltaf verið skýr og þegar ég kem hér inn, þá verður mér ljóst að starfsfólkið er jafnvel sterkara en ég bjóst við,“ segir Árni Oddur við Markaðinn. Fyrirtækið ætlaði sér að þjónusta fjórar iðngreinar; kjöt-, kjúklinga, fisk- og fullvinnslu og vera með vöruþróun og framleiðslustýringu þvert á fyrirtækið. „Það hafði ekki gengið eftir og flækjustigið var enn meira en ég taldi,“ segir Árni Oddur. Hann segir að stærsti kosturinn hafi verið sá að þær aðgerðir sem voru fram undan, að einfalda reksturinn, væru engin ný vísindi. „Það þurfti aftur á móti að fá alla til að ganga í sömu áttina og sjá að það væri tilgangur með þessum aðgerðum,“ segir Árni Oddur. Fyrirtækið fékk erlenda sérfræðinga í lið með sér við að einfalda reksturinn og Árni Oddur segir að það hafi flýtt ferlinu. En það hafi líka skipt miklu máli að fyrirtækið var ekki að endurmóta framtíðarsýnina, heldur skerpa á henni. Breytingar á vöruframboði Árni Oddur segir að það sem skipti mestu máli eftir tveggja ára breytingaferli sé að vöruframboðið er orðið skarpara. „Við höfum ekki minnkað vöruþróun, heldur fjárfestum 7-8 milljarða króna í vöruþróun á hverju ári en höfum beint því meira að því hvar við getum breytt einhverju fyrir viðskiptavinina,“ segir Árni Oddur. Þetta þýði til dæmis að fyrirtækið hafi hætt framleiðslu á frystum þar sem fjölmargir aðilar geta framleitt jafn góða eða betri frysta en Marel var að framleiða. „Við tókum kostnaðargrunninn úr nítján verksmiðjum í tíu verksmiðjur,“ segir Árni Oddur og bendir á að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ráðið 200-300 nýja aðila með nýja reynslu inn þá hafi starfsmönnum fækkað á sama tíma og velta hafi aukist um 25% á síðustu tveimur árum. Það þýðir að velta og virðisaukning á hvern starfsmann hafi aukist og þar af leiðandi hagnaður á hlut aukist verulega á þessu tímabili. Einn af stærstu viðburðum ársins voru kaupin á MPS. Hver var hugsunin þar að baki? „Stefna okkar hefur verið algerlega skýr frá 2006. Við settum þá fram tíu ára vaxtarmarkmið. Þá var velta Marel 130 milljónir evra og meira en helmingur tekna kom úr fiskiðnaðinum, þar sem rætur Marel liggja. Við settum fram þau markmið að vera leiðandi í þróun á hátæknibúnaði og þjónustu við kjöt-, kjúklinga- og fiskvinnslu. Við ætluðum að leiða þá uppbyggingu sem ætti sér stað í Suður-Ameríku, Asíu og öðrum nýmörkuðum,“ segir Árni Oddur. Til að þetta gæti gerst þyrfti hins vegar meiri stærðarhagkvæmni og með aukinni stærðarhagkvæmni kæmi líka hugrekki til þess að fara inn á þessa markaði. Marel hefur verið í sókn á ýmsum sviðum. Hér má sjá gesti á sýningu fyrirtækisins um framleiðslutæki í hvítfiskiðnaði í Kaupmannahöfn í haustMynd/Sveinbjörn ÚlfarssonSagan frá 2008 endurtekin Árni Oddur bendir á að árið 2006 hafi Marel tekið yfir keppinautinn, Scanvaegt, til að ná stærðarhagkvæmni. Árið 2008 keypti Marel svo Stork, sem var fremsti aðilinn í frumvinnslu á kjúklingi með gríðarlega sterk viðskiptasambönd um allan heim. „Marel var sterkari á seinni stigum og með hugbúnaðinn sem tengir þetta allt saman. Sama sagan er endurtekin núna í kjötinu með yfirstökunni á MPS. MPS er leiðandi í frumvinnslunni en við erum leiðandi í seinni hlutanum og í hugbúnaðinum,“ segir Árni Oddur. Hann segir markaðsstyrk beggja fyrirtækja vera mjög mikinn í Vestur-Evrópu, Marel sé heldur sterkari í Norður-Ameríku, mun sterkari en MPS í Suður-Ameríku, en MPS sterkari í Austur-Evrópu og Asíu. Markmiðið á næstunni sé að púsla þessu saman. Árni Oddur segir að Marel og MPS hafi nýlega reist saman verksmiðjur í Frakklandi, Mexíkó, Níkaragva og Kína. „Við höfum samt komið sem tveir aðskildir aðilar að því samstarfi. Þegar við munum nú koma að sem sameinaður aðili þá getum við nýtt okkar mannafla og fjármuni mun betur. Við getum komið með heildarlausn að borðinu,“ segir Árni Oddur. Hann segir þetta ekki einungis vera samþættingu yfirstjórnar heldur séu starfsmenn hjá báðum fyrirtækjum sem hafi unnið saman og vilji vinna saman. Fleiri áskoranir fram undan Og Árni Oddur segir fleiri áskoranir vera fram undan. „Enn þá erum við með nokkur áhugaverð mál í fiski. Við erum nýbúin að kynna Flexicut og annaðhvort munum við nota yfirtökur eða nýsköpun til að geta boðið sambærilegar heildarlausnir frá slátrun að pökkun í hvítfiski eins og við gerum í laxi, kjöti og kjúklingi.“ Þú tókst við fyrir rúmum tveimur árum. Ætlarðu að vera áfram og þá hversu lengi? „Ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera og sé alveg ótal tækifæri hérna,“ segir Árni Oddur. Það sé mikið að gerast á matvælamarkaðnum, bæði hjá Marel og hjá keppinautunum. „Það er svo mikið af kláru fólki í Marel að maður er að læra á hverjum einasta degi. Svo skal því ekkert leynt að ég er það mikill bisnessmaður og kraftarnir á þessum markaði eru bara með þeim hætti að það eru mikil tækifæri til þess að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini og hluthafa,“ segir Árni Oddur. Hugur sinn sé því allur hjá Marel. Hlutabréf í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu.mynd/keldanHvernig verður næsta ár hjá þér? „Það verður náttúrlega bara frábært. Ég hlakka annars vegar til framtíðarinnar með Marel sem mun nú takast á við spennandi sameiningu með MPS. Ég hlakka ekki síður til á mínum persónulegu vettvangi þar sem við konan mín eigum von á okkar þriðja barni í byrjun janúar,“ segir Árni Oddur. Hann hóf fæðingarorlofið um jólin og mætir aftur til starfa í lok janúar. „Ég held að Marel, samstarfsfólk mitt og ég sjálfur höfum gott af því að taka smá pásu og hugsa málin upp á nýtt og sjá hvert við erum að fara á næstu árum.“ Mikil tilhlökkun vegna barnsinsÁrni Oddur segir tilhlökkunina mikla heima fyrir vegna barnsins. Hann segir að erilsamt starf komi ekki í veg fyrir að hann sinni fjölskyldunni, þótt ferðalögin séu mörg. „Þetta myndi ekki vera hægt ef samstarfið væri ekki gott. Annars vegar í vinnunni og hins vegar heima. Þó ég ferðist mjög mikið er ég flestar helgar á Íslandi, en virku dagarnir fleiri erlendis en heima. „En auðvitað eru ferðadagarnir margir. Það er bara staðan í alþjóðarekstri, en það er líka skemmtilegt,“ segir Árni Oddur. Hann bætir við að helsta áhugamálið sé þjóðhagfræði og samfélagsmál. Í starfi sínu slær hann því tvær flugur í einu höggi. Vinnur að viðskiptum í Marel og skoðar aðstæður í Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson tók við stjórnartaumum hjá Marel undir lok árs 2013. Hann réðst strax í miklar breytingar á rekstrinum sem hafa skilað fyrirtækinu betri rekstrarafkomu. Í nóvember keypti Marel svo MPS fyrir jafnvirði 54 milljarða króna. Í einkalífinu eru aðrar áskoranir því Árni Oddur og eiginkona hans eiga von á sínu þriðja barni í janúar tók við sem forstjóri Marel 1. nóvember 2013 af Hollendingnum Theo Hoen. Hann hafði þá verið stjórnarformaður fyrirtækisins í átta ár. Árni Oddur hófst strax handa við að breyta rekstrinum. Ráðist var í tveggja ára aðgerðaáætlun til að einfalda fyrirtækið og gera það skilvirkara. Vöruframboð var skerpt, markaðssókn hert og kostnaðargrunnur félagsins lækkaður með fækkun starfsfólks og samþættingu á verksmiðjurekstri félagsins. Af nítján verksmiðjum sem Marel starfrækti fyrir tveimur árum hefur níu verið lokað. Marel hefur tekist að nýta góðar markaðsaðstæður og auka sölu á sama tíma og kostnaðargrunnur hefur lækkað. Stóraukinn rekstrarhagnaður Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 106 milljónir evra (um 15 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) á fyrstu níu mánuðum þessa árs til samanburðar við 55 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, og hefur aukist um 90% á milli ára. Sennilegast á bættur rekstur fyrirtækisins og bættar framtíðarhorfur sinn þátt í því að á nýliðinni Þorláksmessu var markaðsverðmæti fyrirtækisins á aðallista Kauphallar Íslands um 83 prósentum hærra en það var á sama degi ári áður. Það dró svo til tíðinda hjá Marel í nóvember, þegar tilkynnt var að fyrirtækið hefði keypt hollenska fyrirtækið MPS, sem framleiðir búnað til frumvinnslu á kjöti. Kaupverðið var 382 milljónir evra (54 milljarðar króna). Dómnefnd Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis valdi Árna Odd viðskiptamann ársins 2015, með nokkrum yfirburðum. Árni Oddur tók við viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins úr hendi Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla í gær.vísir/gvaStefnan alltaf verið skýr „Stefnan hefur alltaf verið skýr og þegar ég kem hér inn, þá verður mér ljóst að starfsfólkið er jafnvel sterkara en ég bjóst við,“ segir Árni Oddur við Markaðinn. Fyrirtækið ætlaði sér að þjónusta fjórar iðngreinar; kjöt-, kjúklinga, fisk- og fullvinnslu og vera með vöruþróun og framleiðslustýringu þvert á fyrirtækið. „Það hafði ekki gengið eftir og flækjustigið var enn meira en ég taldi,“ segir Árni Oddur. Hann segir að stærsti kosturinn hafi verið sá að þær aðgerðir sem voru fram undan, að einfalda reksturinn, væru engin ný vísindi. „Það þurfti aftur á móti að fá alla til að ganga í sömu áttina og sjá að það væri tilgangur með þessum aðgerðum,“ segir Árni Oddur. Fyrirtækið fékk erlenda sérfræðinga í lið með sér við að einfalda reksturinn og Árni Oddur segir að það hafi flýtt ferlinu. En það hafi líka skipt miklu máli að fyrirtækið var ekki að endurmóta framtíðarsýnina, heldur skerpa á henni. Breytingar á vöruframboði Árni Oddur segir að það sem skipti mestu máli eftir tveggja ára breytingaferli sé að vöruframboðið er orðið skarpara. „Við höfum ekki minnkað vöruþróun, heldur fjárfestum 7-8 milljarða króna í vöruþróun á hverju ári en höfum beint því meira að því hvar við getum breytt einhverju fyrir viðskiptavinina,“ segir Árni Oddur. Þetta þýði til dæmis að fyrirtækið hafi hætt framleiðslu á frystum þar sem fjölmargir aðilar geta framleitt jafn góða eða betri frysta en Marel var að framleiða. „Við tókum kostnaðargrunninn úr nítján verksmiðjum í tíu verksmiðjur,“ segir Árni Oddur og bendir á að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ráðið 200-300 nýja aðila með nýja reynslu inn þá hafi starfsmönnum fækkað á sama tíma og velta hafi aukist um 25% á síðustu tveimur árum. Það þýðir að velta og virðisaukning á hvern starfsmann hafi aukist og þar af leiðandi hagnaður á hlut aukist verulega á þessu tímabili. Einn af stærstu viðburðum ársins voru kaupin á MPS. Hver var hugsunin þar að baki? „Stefna okkar hefur verið algerlega skýr frá 2006. Við settum þá fram tíu ára vaxtarmarkmið. Þá var velta Marel 130 milljónir evra og meira en helmingur tekna kom úr fiskiðnaðinum, þar sem rætur Marel liggja. Við settum fram þau markmið að vera leiðandi í þróun á hátæknibúnaði og þjónustu við kjöt-, kjúklinga- og fiskvinnslu. Við ætluðum að leiða þá uppbyggingu sem ætti sér stað í Suður-Ameríku, Asíu og öðrum nýmörkuðum,“ segir Árni Oddur. Til að þetta gæti gerst þyrfti hins vegar meiri stærðarhagkvæmni og með aukinni stærðarhagkvæmni kæmi líka hugrekki til þess að fara inn á þessa markaði. Marel hefur verið í sókn á ýmsum sviðum. Hér má sjá gesti á sýningu fyrirtækisins um framleiðslutæki í hvítfiskiðnaði í Kaupmannahöfn í haustMynd/Sveinbjörn ÚlfarssonSagan frá 2008 endurtekin Árni Oddur bendir á að árið 2006 hafi Marel tekið yfir keppinautinn, Scanvaegt, til að ná stærðarhagkvæmni. Árið 2008 keypti Marel svo Stork, sem var fremsti aðilinn í frumvinnslu á kjúklingi með gríðarlega sterk viðskiptasambönd um allan heim. „Marel var sterkari á seinni stigum og með hugbúnaðinn sem tengir þetta allt saman. Sama sagan er endurtekin núna í kjötinu með yfirstökunni á MPS. MPS er leiðandi í frumvinnslunni en við erum leiðandi í seinni hlutanum og í hugbúnaðinum,“ segir Árni Oddur. Hann segir markaðsstyrk beggja fyrirtækja vera mjög mikinn í Vestur-Evrópu, Marel sé heldur sterkari í Norður-Ameríku, mun sterkari en MPS í Suður-Ameríku, en MPS sterkari í Austur-Evrópu og Asíu. Markmiðið á næstunni sé að púsla þessu saman. Árni Oddur segir að Marel og MPS hafi nýlega reist saman verksmiðjur í Frakklandi, Mexíkó, Níkaragva og Kína. „Við höfum samt komið sem tveir aðskildir aðilar að því samstarfi. Þegar við munum nú koma að sem sameinaður aðili þá getum við nýtt okkar mannafla og fjármuni mun betur. Við getum komið með heildarlausn að borðinu,“ segir Árni Oddur. Hann segir þetta ekki einungis vera samþættingu yfirstjórnar heldur séu starfsmenn hjá báðum fyrirtækjum sem hafi unnið saman og vilji vinna saman. Fleiri áskoranir fram undan Og Árni Oddur segir fleiri áskoranir vera fram undan. „Enn þá erum við með nokkur áhugaverð mál í fiski. Við erum nýbúin að kynna Flexicut og annaðhvort munum við nota yfirtökur eða nýsköpun til að geta boðið sambærilegar heildarlausnir frá slátrun að pökkun í hvítfiski eins og við gerum í laxi, kjöti og kjúklingi.“ Þú tókst við fyrir rúmum tveimur árum. Ætlarðu að vera áfram og þá hversu lengi? „Ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera og sé alveg ótal tækifæri hérna,“ segir Árni Oddur. Það sé mikið að gerast á matvælamarkaðnum, bæði hjá Marel og hjá keppinautunum. „Það er svo mikið af kláru fólki í Marel að maður er að læra á hverjum einasta degi. Svo skal því ekkert leynt að ég er það mikill bisnessmaður og kraftarnir á þessum markaði eru bara með þeim hætti að það eru mikil tækifæri til þess að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini og hluthafa,“ segir Árni Oddur. Hugur sinn sé því allur hjá Marel. Hlutabréf í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu.mynd/keldanHvernig verður næsta ár hjá þér? „Það verður náttúrlega bara frábært. Ég hlakka annars vegar til framtíðarinnar með Marel sem mun nú takast á við spennandi sameiningu með MPS. Ég hlakka ekki síður til á mínum persónulegu vettvangi þar sem við konan mín eigum von á okkar þriðja barni í byrjun janúar,“ segir Árni Oddur. Hann hóf fæðingarorlofið um jólin og mætir aftur til starfa í lok janúar. „Ég held að Marel, samstarfsfólk mitt og ég sjálfur höfum gott af því að taka smá pásu og hugsa málin upp á nýtt og sjá hvert við erum að fara á næstu árum.“ Mikil tilhlökkun vegna barnsinsÁrni Oddur segir tilhlökkunina mikla heima fyrir vegna barnsins. Hann segir að erilsamt starf komi ekki í veg fyrir að hann sinni fjölskyldunni, þótt ferðalögin séu mörg. „Þetta myndi ekki vera hægt ef samstarfið væri ekki gott. Annars vegar í vinnunni og hins vegar heima. Þó ég ferðist mjög mikið er ég flestar helgar á Íslandi, en virku dagarnir fleiri erlendis en heima. „En auðvitað eru ferðadagarnir margir. Það er bara staðan í alþjóðarekstri, en það er líka skemmtilegt,“ segir Árni Oddur. Hann bætir við að helsta áhugamálið sé þjóðhagfræði og samfélagsmál. Í starfi sínu slær hann því tvær flugur í einu höggi. Vinnur að viðskiptum í Marel og skoðar aðstæður í Suður-Ameríku, Asíu og Afríku.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00
Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30