Nú árið er liðið Stjórnarmaðurinn skrifar 30. desember 2015 08:00 Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri. Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri.
Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira