Hafa bjargað um tvö þúsund manns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Hér má sjá flóttamenn um borð í varðskipinu Tý eftir björgunaraðgerðir í desember. Mynd/Landhelgisgæslan Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“ Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“
Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira