Ég er nýi gaurinn í Norræna húsinu! Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 13:00 "Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt,“ segir Mikkel Harder. Vísir/Stefán Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira