Árásarmennirnir á flótta 9. janúar 2015 07:00 Franskir lögreglumenn athafna sig í Longpont, fyrir norðan París, þar sem grunur lék á að bræðurnir héldu sig. nordicphotos/AFP Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu. Charlie Hebdo Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu.
Charlie Hebdo Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira