Snjalltækjanotkun getur valdið verkjum og ótímabæru sliti Vera Einarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 12:00 Guðný og Harpa hafa áhyggjur af óæskilegum áhrifum snjalltækja á hálshrygginn, ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju ári. MYND/PJETUR Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa. Heilsa Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira
Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa.
Heilsa Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira