Mótmæli gegn mótmælum Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. janúar 2015 07:00 „Frú Merkel, hér er þjóðin,“ stendur á skilti við mynd af Angelu Merkel kanslara, sveipaðri slæðu og dapurri á svip. fréttablaðið/AP „Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París. Charlie Hebdo Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París.
Charlie Hebdo Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira