Flytjum inn milljarða virði af grænmeti sem rækta mætti hér Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Íslensk jarðarber eru aðeins um 10% af markaðnum – en eru rifin úr hillunum. fréttablaðið/vilhelm Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%. Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%.
Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira