Sviðin tollvernd Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun