Segir tengsl Bjarna hafa ráðið úrslitum Sveinn Arnarsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Eignarhald fyrirtækisins er að stórum hluta í eigu einstaklinga sem eru tengdir fjármálaráðherra fjölskylduböndum. „Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00