Alt-J á leið til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin alt-J kemur fram á Íslandi þann 2. júní í Vodafonehöllinni. nordicphotos/getty „Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp