Kóngurinn sem lifði af 55 morðtilræði Illugi Jökulsson skrifar 28. febrúar 2015 12:00 ZOG KONUNGUR Þegar ég var strákur og ungur maður var járntjaldið raunverulegt. Þetta hugtak, sem Winston Churchill breiddi út og skilin milli Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina, milli hinna frjálsu ríkja í vestri og leppríkja Sovétríkjanna í austri, það var ekki innihaldslaust. Ég er ekki viss um að fólk sem fætt er eftir 1980 geri sér fulla grein fyrir hve þykkt járntjaldið var, og hve lítið við fyrir vestan vissum í raun um daglegt líf og lífsbaráttu og hugarheim almennings fyrir austan. En bak við járntjaldið var eitt land umlukt öðrum múrum til viðbótar. Það var Albanía. Í lok heimsstyrjaldarinnar tók þar völdin skæruliðahreyfing kommúnista með stuðningi Sovétríkjanna og leiðtoginn Enver Hoxha stýrði í umboði Stalíns. Hann gerðist grimmur harðstjóri þótt ekki stundaði hann fjöldamorð á þjóð sinni eins og sumir, en eftir að Stalín féll frá 1953 slettist hins vegar upp á vinskapinn milli Sovétríkjanna og Albaníu, svo albanskir kommúnistaleiðtogar hölluðu sér að Kína, þar sem líka var komin á kommúnistastjórn. En svo rofnuðu tengsl Albaníu og Kína og eftir það stóðu Albanir einir, luktir inni í sínum einangraða heimi, þeir voru rétt eins og Norður-Kórea nútildags, nema svo bláfátækir að þeir höfðu ekki kraft til að ögra umheiminum, það óttaðist þá enginn og enginn hafði verulegan áhuga á því sem þar fór fram. Hoxha dó 1985 en arftakar hans reyndu að viðhalda stjórnkerfinu sem þá var orðið svo feyskið að þegar kommúnisminn hrundi í gervallri Austur-Evrópu um 1990 sópaðist Kommúnistaflokkur Albaníu líka frá völdum. Skömmu fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar 1993 birtist rúmlega fimmtugur maður á flugvellinum í höfuðborginni Tírana, snyrtilegur og bar sig vel, hann framvísaði vegabréfi frá einhverri Albaníu sem ungir landamæraverðirnir höfðu aldrei heyrt getið um, og þar stóð skýrt og greinilega starfsheitið: KONUNGUR. Og hann kvaðst heita Leka I og vera kominn til að taka við ríki sínu. Að baki þessum furðulega atburði var, eins og venjulega, löng saga.ENVER HOXHATóku trú Tyrkja Þegar Tyrkir lögðu undir sig Balkanskaga á 14. og 15. öld voru Albanir meðal þeirra fáu af hinum nýju þegnum þeirra sem undirgengust íslam. Á því græddu þeir ýmislegt og margir Albanir urðu mikilsháttar menn í tyrknesku stjórnkerfi. Þegar komið var hátt á 19. öld var Tyrkjaveldi hins vegar komið að fótum fram og þjóðirnar á Balkanskaga sýndu hver af annarri merki um að vilja brjótast til sjálfstæðis. Þá vaknaði líka þjóðerniskennd í Albaníu, burtséð frá trúarbrögðunum sem landið deildi með Tyrkjum, og eftir stríð á Balkanskaga 1912 lýstu Albanir yfir sjálfstæði. Á stórveldaráðstefnu árið eftir viðurkenndu máttarvöld Evrópu sjálfstæði Albaníu en til að gleðja Serba voru Albanir hins vegar sviptir allstórum hluta hins nýja ríkis síns, og hann færður undir Serbíu. Þetta var héraðið Kosovo en þar höfðu Serbar tapað mikilvægri orrustu gegn Tyrkjum 1389, og því gátu Serbar ekki hugsað sér að héraðið tilheyrði Albaníu þótt þar byggju nær eingöngu Albanir. Serbar eru bersýnilega þeirrar náttúru að hafa mesta helgi ekki á þeim stöðum þar sem þjóðin vann sína bestu sigra, heldur þar sem hún mátti þola mest niðurlægjandi ósigurinn. Nema hvað, sjálfstæð Albanía fór að reyna að komast til manns, þótt vantaði þann stóra hluta þjóðarinnar, sem í Kosovo bjó. Stórveldin höfðu valið þýskan prins sem konung landsins en hann hrökklaðist fljótt úr landi þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst og veikburða ríkið varð leiksoppur herskárra nágranna. Eftir styrjöldina hugðist stórveldaráðstefna í París leggja niður Albaníu og skipta henni milli Grikklands, Ítalíu og hinnar nýju Júgóslavíu, en Albanir mótmæltu ákaft og sögðust fyrr mundu allir dauðir liggja en fallast á það. Að lokum kom Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti þeim til bjargar og krafðist þess að stórveldin viðurkenndu sjálfstæði þeirrar Albaníu sem reist hafði verið 1912. Og var nú komið á fót lýðveldi. Í landinu var hins vegar allt í hönk. Það var fátækt og frumstætt og íbúarnir sjálfum sér sundurþykkir, lýðræðishefðir öngvar en flest svið samfélagsins rammlega föst í ævafornum viðjum. Víða í sveitum var enn við lýði lénsskipulag þar sem smákóngar réðu því sem þeir vildu ráða. Ofbeldi og pólitísk tilræði voru algeng og hjálpaði ekki til að í Albaníu hafði um aldir þróast kerfi blóðhefnda svo litið var á það sem sjálfsagða skyldu stoltra manna að hefna með blóði hverrar mótgerðar. Og bæði Júgóslavar og Ítalir voru sífellt með puttana í málefnum landsins.Fasískir tónar Meðal þeirra sem helst bitust um völdin í Albaníu á þriðja áratug aldarinnar var Ahmet Muhtar Zogolli af gamalgrónu slekti ættarhöfðingja og lénsherra í norðanverðri Albaníu. Zogolli var kornungur þegar hann varð forsætisráðherra 1922, þá var hann aðeins 27 ára. Ekki var lognmolla í albanskri pólitík um þær mundir, hvað sem öðru leið. 1923 lifði Zogolli af skotárás í albanska þinginu og ári eftir það var einn af pólitískum andstæðingum hans myrtur og hann grunaður um verknaðinn. Þá fór hann í útlegð til Júgóslavíu um skeið en sneri þaðan fremstur í flokki rússneskra hermanna sem hann hafði fengið léða og varð forseti 1925, þrítugur að aldri. Zogolli var því sem næst einráður samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem albanska þingið samþykkti undir byssukjöftum Rússanna. Margir fasískir þættir voru við stjórnarfar hans, en fasisminn gekk þá ljósum logum víða um Evrópu, þegar menn leituðu að „sterkri stjórn“ eftir hrylling heimsstyrjaldarinnar og ofsafengið umrót næstu ára á eftir. Einkennisbúningar, áköll um samstöðu og þjóðareiningu, skrúðgöngur, hyllingar og kveðjur, allt einkenndi þetta hið nýja samfélag sem Zogolli reyndi að móta á örskömmum tíma. Og þrátt fyrir vinalegt viðmót hans var hann náttúrlega purkunarlaus einræðisherra og hikaði ekki við að láta taka andstæðinga sína af lífi. Árið 1928 steig hann það óvænta skref að taka sér konungstign og kallaði sig Zog I en breytingar á stjórnarfari urðu þó litlar. Hann var jafn einráður og harðneskjulegur þegar hann taldi svo þurfa. Og hann átti vissulega við ýmsa fjendur að stríða – það var sagt að hann ætti meira en 600 blóðhefndir yfir höfði sér, svo mjög hafði hann gert á hlut manna, og hann lifði af 55 banatilræði. Sjálfur bar hann á sér byssu og lenti stundum í skotbardaga við tilræðismenn. En einhvern veginn lifði hann þetta allt saman af og gerði sannarlega ýmsar tilraunir til að mjaka Albaníu nær nútímanum, en mörgum fannst þær tilraunir hálfkák og alltof miðaðar við hagsmuni hinnar gömlu landeigendastéttar sem hann tilheyrði sjálfur.KIM PHILBYHvað varð um gullið? Í apríl 1939 gerðu Ítalir innrás í Albaníu, fasistaleiðtoginn Mussolini vildi gera landið að hluta hins nýja Rómaveldis sem hann ætlaði að klambra upp við Miðjarðarhafið. Zog kóngur komst undan á flótta, með sér hafði hann tveggja ára gamlan einkason sinn og krónprins, Leka að nafni, og stóran hluta af gullforða síns hrjáða ríkis, sem hann leit á sem sína einkaeign. Á stríðsárunum börðust þrjár andspyrnuhreyfingar við Ítali og síðan Þjóðverja, og í nóvember 1944 tókst einni þeirra að reka síðustu Þjóðverjana burt og taka völdin í landinu: það voru kommúnistar undir forystu Envers Hoxha. Enginn möguleiki var þá á því að Zog fengi að snúa aftur til valda og Albanía hvarf bak við járntjaldið. En Zog lifði í vellystingum praktuglega til æviloka 1961 og eftir hans dag fór gullið gamla í að halda uppi syninum Leka sem lét prenta fyrir sig vegabréf á vegum ríkis sem ekki var lengur til. Þegar hann birtist svo á flugvellinum í Tírana ráku Albanir upp stór augu, en í raunum sínum eftir áratugi bak við þykka múra og svo hrun kommúnismans fannst sumum Albönum kannski ekkert verri hugmynd en hver önnur að fá yfir sig kóng, fátækasta land Evrópu, já, því ekki að fá kóng, og 1997 tókst Leka I að fá í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um endurreisn konungdæmis. Því var hafnað á afgerandi hátt, en þeir eru til sem fullyrða að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð og þjóðin hafi einmitt viljað fá yfir sig son gullræningjans Zogs I.Reynt að efna í borgarastríð Og svo er ein neðanmálsgrein við þetta allt saman. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld höfðu Bretar og Bandaríkjamenn tekið sig saman um að efna til borgarastríðs í Albaníu og vonuðust til að það yrði til þess að Albanir vörpuðu af sér oki kommúnismans sem þá var að þyngjast á öxlum þeirra. Að minnsta kosti 300 albanskir útlagar stukku í fallhlífum að næturþeli inn í Albaníu og áttu þeir að stofna „þjóðfrelsisfylkingu“ sem krefðist þess að hinn frábæri Zog kóngur fengi aftur hásæti sitt. Þótt umtalsverðum fjármunum og búnaði væri varið til þessa verkefnis varð árangurinn enginn. Kom þar hvort tveggja til að albanskir alþýðumenn fundu reyndar ekki hjá sér þörf til að grípa til vopna til stuðnings Zog, en þó einkum hitt að fallhlífarmennirnir virtust einstaklega óheppnir. Ótrúlega oft voru þeir gripnir af albönsku herlögreglunni nánast um leið og þeir lentu, sumir voru teknir af lífi formálalaust, aðrir leiddir fyrir rétt og látnir vitna um undirróður hinna vondu Vesturvelda er vildu steypa heiðarlegri kommúnistastjórn Hoxha. Löngu seinna kom í ljós að það var ekki skrýtið að herlögreglan skyldi nánast alltaf tilbúin að taka á móti fallhlífarmönnum. Sá breski leyniþjónustumaður sem annaðist samskipti Breta og Bandaríkjamanna um þetta mál var nefnilega hæglátur maður að nafni Kim Philby. Og eins og allir vita sem komnir eru á miðjan aldur, þá reynist Kim þessi Philby vera einn helsti njósnari Sovétríkjanna á Vesturlöndum um þær mundir. Upplýsingar um lendingarstaði útsendaranna voru komnar til kommúnistastjórnarinnar í Tírana áður en þeir komust einu sinni á loft til að útbreiða fagnaðarerindið um Zog kóng. Flækjusaga Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Þegar ég var strákur og ungur maður var járntjaldið raunverulegt. Þetta hugtak, sem Winston Churchill breiddi út og skilin milli Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina, milli hinna frjálsu ríkja í vestri og leppríkja Sovétríkjanna í austri, það var ekki innihaldslaust. Ég er ekki viss um að fólk sem fætt er eftir 1980 geri sér fulla grein fyrir hve þykkt járntjaldið var, og hve lítið við fyrir vestan vissum í raun um daglegt líf og lífsbaráttu og hugarheim almennings fyrir austan. En bak við járntjaldið var eitt land umlukt öðrum múrum til viðbótar. Það var Albanía. Í lok heimsstyrjaldarinnar tók þar völdin skæruliðahreyfing kommúnista með stuðningi Sovétríkjanna og leiðtoginn Enver Hoxha stýrði í umboði Stalíns. Hann gerðist grimmur harðstjóri þótt ekki stundaði hann fjöldamorð á þjóð sinni eins og sumir, en eftir að Stalín féll frá 1953 slettist hins vegar upp á vinskapinn milli Sovétríkjanna og Albaníu, svo albanskir kommúnistaleiðtogar hölluðu sér að Kína, þar sem líka var komin á kommúnistastjórn. En svo rofnuðu tengsl Albaníu og Kína og eftir það stóðu Albanir einir, luktir inni í sínum einangraða heimi, þeir voru rétt eins og Norður-Kórea nútildags, nema svo bláfátækir að þeir höfðu ekki kraft til að ögra umheiminum, það óttaðist þá enginn og enginn hafði verulegan áhuga á því sem þar fór fram. Hoxha dó 1985 en arftakar hans reyndu að viðhalda stjórnkerfinu sem þá var orðið svo feyskið að þegar kommúnisminn hrundi í gervallri Austur-Evrópu um 1990 sópaðist Kommúnistaflokkur Albaníu líka frá völdum. Skömmu fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar 1993 birtist rúmlega fimmtugur maður á flugvellinum í höfuðborginni Tírana, snyrtilegur og bar sig vel, hann framvísaði vegabréfi frá einhverri Albaníu sem ungir landamæraverðirnir höfðu aldrei heyrt getið um, og þar stóð skýrt og greinilega starfsheitið: KONUNGUR. Og hann kvaðst heita Leka I og vera kominn til að taka við ríki sínu. Að baki þessum furðulega atburði var, eins og venjulega, löng saga.ENVER HOXHATóku trú Tyrkja Þegar Tyrkir lögðu undir sig Balkanskaga á 14. og 15. öld voru Albanir meðal þeirra fáu af hinum nýju þegnum þeirra sem undirgengust íslam. Á því græddu þeir ýmislegt og margir Albanir urðu mikilsháttar menn í tyrknesku stjórnkerfi. Þegar komið var hátt á 19. öld var Tyrkjaveldi hins vegar komið að fótum fram og þjóðirnar á Balkanskaga sýndu hver af annarri merki um að vilja brjótast til sjálfstæðis. Þá vaknaði líka þjóðerniskennd í Albaníu, burtséð frá trúarbrögðunum sem landið deildi með Tyrkjum, og eftir stríð á Balkanskaga 1912 lýstu Albanir yfir sjálfstæði. Á stórveldaráðstefnu árið eftir viðurkenndu máttarvöld Evrópu sjálfstæði Albaníu en til að gleðja Serba voru Albanir hins vegar sviptir allstórum hluta hins nýja ríkis síns, og hann færður undir Serbíu. Þetta var héraðið Kosovo en þar höfðu Serbar tapað mikilvægri orrustu gegn Tyrkjum 1389, og því gátu Serbar ekki hugsað sér að héraðið tilheyrði Albaníu þótt þar byggju nær eingöngu Albanir. Serbar eru bersýnilega þeirrar náttúru að hafa mesta helgi ekki á þeim stöðum þar sem þjóðin vann sína bestu sigra, heldur þar sem hún mátti þola mest niðurlægjandi ósigurinn. Nema hvað, sjálfstæð Albanía fór að reyna að komast til manns, þótt vantaði þann stóra hluta þjóðarinnar, sem í Kosovo bjó. Stórveldin höfðu valið þýskan prins sem konung landsins en hann hrökklaðist fljótt úr landi þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst og veikburða ríkið varð leiksoppur herskárra nágranna. Eftir styrjöldina hugðist stórveldaráðstefna í París leggja niður Albaníu og skipta henni milli Grikklands, Ítalíu og hinnar nýju Júgóslavíu, en Albanir mótmæltu ákaft og sögðust fyrr mundu allir dauðir liggja en fallast á það. Að lokum kom Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti þeim til bjargar og krafðist þess að stórveldin viðurkenndu sjálfstæði þeirrar Albaníu sem reist hafði verið 1912. Og var nú komið á fót lýðveldi. Í landinu var hins vegar allt í hönk. Það var fátækt og frumstætt og íbúarnir sjálfum sér sundurþykkir, lýðræðishefðir öngvar en flest svið samfélagsins rammlega föst í ævafornum viðjum. Víða í sveitum var enn við lýði lénsskipulag þar sem smákóngar réðu því sem þeir vildu ráða. Ofbeldi og pólitísk tilræði voru algeng og hjálpaði ekki til að í Albaníu hafði um aldir þróast kerfi blóðhefnda svo litið var á það sem sjálfsagða skyldu stoltra manna að hefna með blóði hverrar mótgerðar. Og bæði Júgóslavar og Ítalir voru sífellt með puttana í málefnum landsins.Fasískir tónar Meðal þeirra sem helst bitust um völdin í Albaníu á þriðja áratug aldarinnar var Ahmet Muhtar Zogolli af gamalgrónu slekti ættarhöfðingja og lénsherra í norðanverðri Albaníu. Zogolli var kornungur þegar hann varð forsætisráðherra 1922, þá var hann aðeins 27 ára. Ekki var lognmolla í albanskri pólitík um þær mundir, hvað sem öðru leið. 1923 lifði Zogolli af skotárás í albanska þinginu og ári eftir það var einn af pólitískum andstæðingum hans myrtur og hann grunaður um verknaðinn. Þá fór hann í útlegð til Júgóslavíu um skeið en sneri þaðan fremstur í flokki rússneskra hermanna sem hann hafði fengið léða og varð forseti 1925, þrítugur að aldri. Zogolli var því sem næst einráður samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem albanska þingið samþykkti undir byssukjöftum Rússanna. Margir fasískir þættir voru við stjórnarfar hans, en fasisminn gekk þá ljósum logum víða um Evrópu, þegar menn leituðu að „sterkri stjórn“ eftir hrylling heimsstyrjaldarinnar og ofsafengið umrót næstu ára á eftir. Einkennisbúningar, áköll um samstöðu og þjóðareiningu, skrúðgöngur, hyllingar og kveðjur, allt einkenndi þetta hið nýja samfélag sem Zogolli reyndi að móta á örskömmum tíma. Og þrátt fyrir vinalegt viðmót hans var hann náttúrlega purkunarlaus einræðisherra og hikaði ekki við að láta taka andstæðinga sína af lífi. Árið 1928 steig hann það óvænta skref að taka sér konungstign og kallaði sig Zog I en breytingar á stjórnarfari urðu þó litlar. Hann var jafn einráður og harðneskjulegur þegar hann taldi svo þurfa. Og hann átti vissulega við ýmsa fjendur að stríða – það var sagt að hann ætti meira en 600 blóðhefndir yfir höfði sér, svo mjög hafði hann gert á hlut manna, og hann lifði af 55 banatilræði. Sjálfur bar hann á sér byssu og lenti stundum í skotbardaga við tilræðismenn. En einhvern veginn lifði hann þetta allt saman af og gerði sannarlega ýmsar tilraunir til að mjaka Albaníu nær nútímanum, en mörgum fannst þær tilraunir hálfkák og alltof miðaðar við hagsmuni hinnar gömlu landeigendastéttar sem hann tilheyrði sjálfur.KIM PHILBYHvað varð um gullið? Í apríl 1939 gerðu Ítalir innrás í Albaníu, fasistaleiðtoginn Mussolini vildi gera landið að hluta hins nýja Rómaveldis sem hann ætlaði að klambra upp við Miðjarðarhafið. Zog kóngur komst undan á flótta, með sér hafði hann tveggja ára gamlan einkason sinn og krónprins, Leka að nafni, og stóran hluta af gullforða síns hrjáða ríkis, sem hann leit á sem sína einkaeign. Á stríðsárunum börðust þrjár andspyrnuhreyfingar við Ítali og síðan Þjóðverja, og í nóvember 1944 tókst einni þeirra að reka síðustu Þjóðverjana burt og taka völdin í landinu: það voru kommúnistar undir forystu Envers Hoxha. Enginn möguleiki var þá á því að Zog fengi að snúa aftur til valda og Albanía hvarf bak við járntjaldið. En Zog lifði í vellystingum praktuglega til æviloka 1961 og eftir hans dag fór gullið gamla í að halda uppi syninum Leka sem lét prenta fyrir sig vegabréf á vegum ríkis sem ekki var lengur til. Þegar hann birtist svo á flugvellinum í Tírana ráku Albanir upp stór augu, en í raunum sínum eftir áratugi bak við þykka múra og svo hrun kommúnismans fannst sumum Albönum kannski ekkert verri hugmynd en hver önnur að fá yfir sig kóng, fátækasta land Evrópu, já, því ekki að fá kóng, og 1997 tókst Leka I að fá í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um endurreisn konungdæmis. Því var hafnað á afgerandi hátt, en þeir eru til sem fullyrða að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð og þjóðin hafi einmitt viljað fá yfir sig son gullræningjans Zogs I.Reynt að efna í borgarastríð Og svo er ein neðanmálsgrein við þetta allt saman. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld höfðu Bretar og Bandaríkjamenn tekið sig saman um að efna til borgarastríðs í Albaníu og vonuðust til að það yrði til þess að Albanir vörpuðu af sér oki kommúnismans sem þá var að þyngjast á öxlum þeirra. Að minnsta kosti 300 albanskir útlagar stukku í fallhlífum að næturþeli inn í Albaníu og áttu þeir að stofna „þjóðfrelsisfylkingu“ sem krefðist þess að hinn frábæri Zog kóngur fengi aftur hásæti sitt. Þótt umtalsverðum fjármunum og búnaði væri varið til þessa verkefnis varð árangurinn enginn. Kom þar hvort tveggja til að albanskir alþýðumenn fundu reyndar ekki hjá sér þörf til að grípa til vopna til stuðnings Zog, en þó einkum hitt að fallhlífarmennirnir virtust einstaklega óheppnir. Ótrúlega oft voru þeir gripnir af albönsku herlögreglunni nánast um leið og þeir lentu, sumir voru teknir af lífi formálalaust, aðrir leiddir fyrir rétt og látnir vitna um undirróður hinna vondu Vesturvelda er vildu steypa heiðarlegri kommúnistastjórn Hoxha. Löngu seinna kom í ljós að það var ekki skrýtið að herlögreglan skyldi nánast alltaf tilbúin að taka á móti fallhlífarmönnum. Sá breski leyniþjónustumaður sem annaðist samskipti Breta og Bandaríkjamanna um þetta mál var nefnilega hæglátur maður að nafni Kim Philby. Og eins og allir vita sem komnir eru á miðjan aldur, þá reynist Kim þessi Philby vera einn helsti njósnari Sovétríkjanna á Vesturlöndum um þær mundir. Upplýsingar um lendingarstaði útsendaranna voru komnar til kommúnistastjórnarinnar í Tírana áður en þeir komust einu sinni á loft til að útbreiða fagnaðarerindið um Zog kóng.
Flækjusaga Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira