Grimmar eðlur enn í Júragarðinum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2015 10:30 Hér má sjá skjáskot úr nýju myndinni. Tilraunir til þess að auka aðsókn í Júragarðinn fara forgörðum. Í vikunni voru átján nýjar risaeðlur kynntar á vefsíðu sem helguð er kvikmyndinni Jurassic World, en myndin verður frumsýnd í sumar. Vefsíðan er látin líta út fyrir að vera vefsíða skemmtigarðs sem ber sama heitið og er sögusvið myndarinnar. Á vefsíðunni er saga hverrar risaeðlu fyrir sig rakin, sem mun væntanlega dýpka upplifun þeirra sem horfa á myndina.Kvenkyns Rex Búið er að kynna leikföng sem fara nú í sölu samhliða kynningu á myndinni. Jurassic World-leikföngin voru kynnt á leikfangahátíð í New York. Þar kom í ljós að ein helsta risaeðla kvikmyndarinnar gengur undir nafninu Indominus rex og verður kvenkyns. Í myndinni verður hún genabætt; sneggri, sterkari, klárari og hreyfanlegri útgáfan af hinni þekktu T-Rex-risaeðlu í fyrri myndunum.Jurassic Park-myndirnar voru mjög vinsælar á tíunda áratugnum. Enn má upplifa stemninguna í myndinni í Universal-garðinum í Flórída-fylki í Bandaríkjunum.22 árum síðar Sögusvið hinnar nýju Jurassic World er það sama og í síðustu myndinni. Tuttugu og tvö ár eru síðan áhorfendur fengu síðast að skyggnast inn í lífið á Isla Nublar, þar sem Jurassic Park var reistur. Nýja myndin fjallar um tilraunir til þess að auka aðsókn í Júragarðinn, eftir að sífellt færri eru farnir að heimsækja hann. Eins og í fyrri myndunum draga slíkar tilraunir dilk á eftir sér. Tíu árum á eftir áætlun Þessa nýju mynd um risaeðlurnar í Júragarðinum átti að frumsýna fyrir tíu árum. En ekki tókst að sættast á handrit sem þótti sæma seríunni fyrr en árið 2011. Með aðalhlutverk í myndinni fara Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Judy Greer og Vincent D'Onofrio. Leikstjóri myndarinnar er Colin Trevorrow, sem er þekktastur fyrir leikstjórn sína í gamanmyndinni Safety Not Guaranteed. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Júragarðurinn snýr aftur árið 2015 Eðlurnar væntanlegar í fjórða sinn, og nú í þrívídd. 19. júní 2013 13:56 Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar. 27. janúar 2013 18:32 Væntanlegar kvikmyndir árið 2015 Á meðal stórmynda sem frumsýndar verða á komandi ári eru Star Wars: The Force Awakens í leikstjórn J.J. Abrams og The Martian í leikstjórn Ridleys Scott með Matt Damon í aðalhlutverki. Ron Howard sendir frá sér tvær myndir, Inferno og In the Heart of the Sea. 21. desember 2014 17:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í vikunni voru átján nýjar risaeðlur kynntar á vefsíðu sem helguð er kvikmyndinni Jurassic World, en myndin verður frumsýnd í sumar. Vefsíðan er látin líta út fyrir að vera vefsíða skemmtigarðs sem ber sama heitið og er sögusvið myndarinnar. Á vefsíðunni er saga hverrar risaeðlu fyrir sig rakin, sem mun væntanlega dýpka upplifun þeirra sem horfa á myndina.Kvenkyns Rex Búið er að kynna leikföng sem fara nú í sölu samhliða kynningu á myndinni. Jurassic World-leikföngin voru kynnt á leikfangahátíð í New York. Þar kom í ljós að ein helsta risaeðla kvikmyndarinnar gengur undir nafninu Indominus rex og verður kvenkyns. Í myndinni verður hún genabætt; sneggri, sterkari, klárari og hreyfanlegri útgáfan af hinni þekktu T-Rex-risaeðlu í fyrri myndunum.Jurassic Park-myndirnar voru mjög vinsælar á tíunda áratugnum. Enn má upplifa stemninguna í myndinni í Universal-garðinum í Flórída-fylki í Bandaríkjunum.22 árum síðar Sögusvið hinnar nýju Jurassic World er það sama og í síðustu myndinni. Tuttugu og tvö ár eru síðan áhorfendur fengu síðast að skyggnast inn í lífið á Isla Nublar, þar sem Jurassic Park var reistur. Nýja myndin fjallar um tilraunir til þess að auka aðsókn í Júragarðinn, eftir að sífellt færri eru farnir að heimsækja hann. Eins og í fyrri myndunum draga slíkar tilraunir dilk á eftir sér. Tíu árum á eftir áætlun Þessa nýju mynd um risaeðlurnar í Júragarðinum átti að frumsýna fyrir tíu árum. En ekki tókst að sættast á handrit sem þótti sæma seríunni fyrr en árið 2011. Með aðalhlutverk í myndinni fara Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Judy Greer og Vincent D'Onofrio. Leikstjóri myndarinnar er Colin Trevorrow, sem er þekktastur fyrir leikstjórn sína í gamanmyndinni Safety Not Guaranteed.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Júragarðurinn snýr aftur árið 2015 Eðlurnar væntanlegar í fjórða sinn, og nú í þrívídd. 19. júní 2013 13:56 Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar. 27. janúar 2013 18:32 Væntanlegar kvikmyndir árið 2015 Á meðal stórmynda sem frumsýndar verða á komandi ári eru Star Wars: The Force Awakens í leikstjórn J.J. Abrams og The Martian í leikstjórn Ridleys Scott með Matt Damon í aðalhlutverki. Ron Howard sendir frá sér tvær myndir, Inferno og In the Heart of the Sea. 21. desember 2014 17:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Júragarðurinn snýr aftur árið 2015 Eðlurnar væntanlegar í fjórða sinn, og nú í þrívídd. 19. júní 2013 13:56
Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar. 27. janúar 2013 18:32
Væntanlegar kvikmyndir árið 2015 Á meðal stórmynda sem frumsýndar verða á komandi ári eru Star Wars: The Force Awakens í leikstjórn J.J. Abrams og The Martian í leikstjórn Ridleys Scott með Matt Damon í aðalhlutverki. Ron Howard sendir frá sér tvær myndir, Inferno og In the Heart of the Sea. 21. desember 2014 17:00