Kjúklingasalat Evu Laufeyjar 14. mars 2015 14:00 Fljótlegt og gómsætt satay-kjúklingasalat. Fyrsti þáttur af sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran, Matargleði Evu, fór í loftið í gær á Stöð 2. Í þáttunum verður farið um víðan völl og eldaður girnilegur matur fyrir öll tækifæri. Í fyrsta þættinum einbeitti hún sér að hollari réttum og bjó til þetta girnilega salat sem hún vill kalla vinkonusalat. „Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta salat, sem að mínu mati er besta salat sem ég hef smakkað. Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni, henni Fríðu, fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en ég hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það vinkonusalatið góða,“ segir Eva. Í næsta þætti mun Eva Laufey matreiða dásamlega fiskisúpu og einfalt brauð sem allir geta leikið eftir að baka auk þess sem ómótstæðilegur eftirréttur verður á boðstólum. Matargleði Evu er á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.Ljúffeng sósa með austurlensku yfirbragði ½-1 dl vatn 3 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. Sambal oelek, chili mauk 4 msk. gróft hnetusmjör 2 cm rifið engifer 1 hvítlauksrif 1 límóna Salt og nýmalaður pipar Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél, smakkið til með salti og pipar. Sósan er tilbúin þegar áferðin er orðin eins og þú vilt hafa hana.Kjúklingasalat 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 skammtur satay-sósa 200 g kúskús Spínat, einn poki 1 askja kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 mangó Kasjúhnetur, ristaðar 150 g fetaostur Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay-sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið kirsuberjatómata og lárperur í sneiðar og mangó í litla bita. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangói og fetaosti, ásamt smá af olíunni, yfir. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir. Eva Laufey Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Fyrsti þáttur af sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran, Matargleði Evu, fór í loftið í gær á Stöð 2. Í þáttunum verður farið um víðan völl og eldaður girnilegur matur fyrir öll tækifæri. Í fyrsta þættinum einbeitti hún sér að hollari réttum og bjó til þetta girnilega salat sem hún vill kalla vinkonusalat. „Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta salat, sem að mínu mati er besta salat sem ég hef smakkað. Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni, henni Fríðu, fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en ég hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það vinkonusalatið góða,“ segir Eva. Í næsta þætti mun Eva Laufey matreiða dásamlega fiskisúpu og einfalt brauð sem allir geta leikið eftir að baka auk þess sem ómótstæðilegur eftirréttur verður á boðstólum. Matargleði Evu er á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.Ljúffeng sósa með austurlensku yfirbragði ½-1 dl vatn 3 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. Sambal oelek, chili mauk 4 msk. gróft hnetusmjör 2 cm rifið engifer 1 hvítlauksrif 1 límóna Salt og nýmalaður pipar Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél, smakkið til með salti og pipar. Sósan er tilbúin þegar áferðin er orðin eins og þú vilt hafa hana.Kjúklingasalat 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 skammtur satay-sósa 200 g kúskús Spínat, einn poki 1 askja kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 mangó Kasjúhnetur, ristaðar 150 g fetaostur Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay-sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið kirsuberjatómata og lárperur í sneiðar og mangó í litla bita. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangói og fetaosti, ásamt smá af olíunni, yfir. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir.
Eva Laufey Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira