Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. Fréttablaðið/GVA Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira