Óveður í aðsigi Þorvaldur Gylfason skrifar 19. mars 2015 07:00 Á fyrri tíð gerðist það með allreglulegu millibili, að kjarasamningar á vinnumarkaði fóru úr böndum. Verklýðsforingjar báru jafnan mestan hluta ábyrgðarinnar á þessu ástandi í þeim skilningi, að þeir gerðu stundum kaupkröfur langt umfram greiðslugetu vinnuveitenda í þeirri von og vissu, að ríkisstjórnin myndi leysa vinnuveitendur úr snörunni með ríkishallarekstri, peningaprentun og gengisfellingum. Það gekk jafnan eftir.Verðbólgubælið Ísland Vinnuveitendur báru einnig ábyrgð í þeim skilningi, að þeir töldu sig yfirleitt ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af niðurstöðu kjarasamninga, þar eð ríkið myndi bjarga þeim eftir á. Kunnir eru sólstöðusamningarnir 1977. Þar var samið um 25% kauphækkun eða þar um bil, og verðbólgan rauk á nokkrum árum upp í hæstu hæðir og varð 83% 1983 í krafti víxlgengis verðlags og launa. Ábyrgðarleysi vinnuveitenda lýsti sér einnig í því, að þeir undu markaðsfirringu efnahagslífsins og meðfylgjandi spillingu mætavel. Allt efnahagslífið var svo njörvað niður, að við lá, að enginn gæti hrært legg eða lið nema með leyfi stjórnmálaflokkanna. Vinnuveitendur hegðuðu sér eins og framlengdur armur Sjálfstæðisflokksins: þeir boðuðu markaðsbúskap í orði, en börðust gegn honum á borði. Þeir sýndu aðild að ESB ekki áhuga fyrr en eftir dúk og disk, einir í hópi evrópskra atvinnurekenda. Verklýðshreyfingin var einnig flokkspólitísk, en þó þannig að þar komu allir flokkar við sögu. Ríkið bar einnig mikla ábyrgð á verðbólgunni með lausatökum í efnahagsmálum, sem rýrðu kaupmátt og ýttu þannig undir kaupkröfur í kjarasamningum.„Þjóðarsáttin“ Þessum langa darraðardansi lauk 1990, þegar nokkrir verklýðsforingjar og forustumenn vinnuveitenda ákváðu að hætta gömlu vitleysunni og semja heldur um hóflega kauphækkun í þeirri von, að verðbólgan hægði þá á sér. Verðtrygging fjárskuldbindinga var þá nýkomin til skjalanna og dró úr aðdráttarafli áframhaldandi verðbólgu. Það lýsti hugmynd samningsaðila um eigin mátt og megin, að þeir kenndu samkomulagið sín í milli við „þjóðarsátt“. Hugsunin á bak við „sáttina“ var þessi: Kaupmáttur launa getur aukizt meira með hóflegri kauphækkun en með gamla laginu. Þetta reyndist rétt eins og vita mátti, enda ber reynslan órækt vitni víðs vegar að. Mikil verðbólga hefur alls staðar og ævinlega óhagkvæmni í för með sér og kemur iðulega verst við þá, sem minnst mega sín. Tilraunin tókst. Verðbólga hefur mælzt í eins stafs tölum hér heima síðan 1991 nema eftir hrun, þegar hún rauk upp fyrir 10% 2008 og 2009. Nú er hún næstum engin aldrei slíku vant, ekki sízt vegna lækkandi verðs á innfluttri olíu.Ófriðlegar horfur Nú bendir ýmislegt til afturhvarfs til fyrri hátta í kjarasamningum, enda hefur lagaumgerð vinnumarkaðarins haldizt óbreytt í grundvallaratriðum frá 1938. Að þessu sinni bera vinnuveitendur ásamt stjórnvöldum höfuðábyrgð á ófriðlegum horfum á vinnumarkaði. Vinnuveitendur hafa storkað launafólki með hroka („Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“) og hirðuleysi, sem lýsir sér m.a. í ofurháum forstjóralaunum og rausnarlegum starfslokasamningum. Þetta er ný staða. Það hefur ekki gerzt áður, að vinnuveitendur hafi beinlínis storkað launþegum til að leggja fram miklar kaupkröfur í næstu samningalotu. Ríkisstjórnin gerði illt verra með því t.d. að láta það vera eitt sitt fyrsta verk í fyrra að afturkalla áður ákveðna hækkun veiðigjalda útvegsfyrirtækja. Þetta skiptir máli í ljósi aðkomu ríkisins að kjarasamningum á fyrri tíð, ýmist fyrir fram eða eftir á, og einnig vegna þess, að ríkið er stærsti vinnuveitandinn. Með því að skáka læknum í verkfall tefldi ríkisstjórnin endanlega frá sér getunni til að hafa hemil á launaþróuninni. Stórir hópar launþega munu því að miklum líkindum gera kröfur um svipaðar kjarabætur og læknar fengu (og flugmenn). Spurt verður, hvers vegna ríkið og fyrirtækin séu ekki borgunarmenn fyrir mannsæmandi launum. Spurningin er réttmæt eftir allt, sem á undan er gengið. Launþegar mættu einnig líta í eigin barm. Ríkisstjórnin situr í umboði þeirra sem kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Á fyrri tíð gerðist það með allreglulegu millibili, að kjarasamningar á vinnumarkaði fóru úr böndum. Verklýðsforingjar báru jafnan mestan hluta ábyrgðarinnar á þessu ástandi í þeim skilningi, að þeir gerðu stundum kaupkröfur langt umfram greiðslugetu vinnuveitenda í þeirri von og vissu, að ríkisstjórnin myndi leysa vinnuveitendur úr snörunni með ríkishallarekstri, peningaprentun og gengisfellingum. Það gekk jafnan eftir.Verðbólgubælið Ísland Vinnuveitendur báru einnig ábyrgð í þeim skilningi, að þeir töldu sig yfirleitt ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af niðurstöðu kjarasamninga, þar eð ríkið myndi bjarga þeim eftir á. Kunnir eru sólstöðusamningarnir 1977. Þar var samið um 25% kauphækkun eða þar um bil, og verðbólgan rauk á nokkrum árum upp í hæstu hæðir og varð 83% 1983 í krafti víxlgengis verðlags og launa. Ábyrgðarleysi vinnuveitenda lýsti sér einnig í því, að þeir undu markaðsfirringu efnahagslífsins og meðfylgjandi spillingu mætavel. Allt efnahagslífið var svo njörvað niður, að við lá, að enginn gæti hrært legg eða lið nema með leyfi stjórnmálaflokkanna. Vinnuveitendur hegðuðu sér eins og framlengdur armur Sjálfstæðisflokksins: þeir boðuðu markaðsbúskap í orði, en börðust gegn honum á borði. Þeir sýndu aðild að ESB ekki áhuga fyrr en eftir dúk og disk, einir í hópi evrópskra atvinnurekenda. Verklýðshreyfingin var einnig flokkspólitísk, en þó þannig að þar komu allir flokkar við sögu. Ríkið bar einnig mikla ábyrgð á verðbólgunni með lausatökum í efnahagsmálum, sem rýrðu kaupmátt og ýttu þannig undir kaupkröfur í kjarasamningum.„Þjóðarsáttin“ Þessum langa darraðardansi lauk 1990, þegar nokkrir verklýðsforingjar og forustumenn vinnuveitenda ákváðu að hætta gömlu vitleysunni og semja heldur um hóflega kauphækkun í þeirri von, að verðbólgan hægði þá á sér. Verðtrygging fjárskuldbindinga var þá nýkomin til skjalanna og dró úr aðdráttarafli áframhaldandi verðbólgu. Það lýsti hugmynd samningsaðila um eigin mátt og megin, að þeir kenndu samkomulagið sín í milli við „þjóðarsátt“. Hugsunin á bak við „sáttina“ var þessi: Kaupmáttur launa getur aukizt meira með hóflegri kauphækkun en með gamla laginu. Þetta reyndist rétt eins og vita mátti, enda ber reynslan órækt vitni víðs vegar að. Mikil verðbólga hefur alls staðar og ævinlega óhagkvæmni í för með sér og kemur iðulega verst við þá, sem minnst mega sín. Tilraunin tókst. Verðbólga hefur mælzt í eins stafs tölum hér heima síðan 1991 nema eftir hrun, þegar hún rauk upp fyrir 10% 2008 og 2009. Nú er hún næstum engin aldrei slíku vant, ekki sízt vegna lækkandi verðs á innfluttri olíu.Ófriðlegar horfur Nú bendir ýmislegt til afturhvarfs til fyrri hátta í kjarasamningum, enda hefur lagaumgerð vinnumarkaðarins haldizt óbreytt í grundvallaratriðum frá 1938. Að þessu sinni bera vinnuveitendur ásamt stjórnvöldum höfuðábyrgð á ófriðlegum horfum á vinnumarkaði. Vinnuveitendur hafa storkað launafólki með hroka („Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“) og hirðuleysi, sem lýsir sér m.a. í ofurháum forstjóralaunum og rausnarlegum starfslokasamningum. Þetta er ný staða. Það hefur ekki gerzt áður, að vinnuveitendur hafi beinlínis storkað launþegum til að leggja fram miklar kaupkröfur í næstu samningalotu. Ríkisstjórnin gerði illt verra með því t.d. að láta það vera eitt sitt fyrsta verk í fyrra að afturkalla áður ákveðna hækkun veiðigjalda útvegsfyrirtækja. Þetta skiptir máli í ljósi aðkomu ríkisins að kjarasamningum á fyrri tíð, ýmist fyrir fram eða eftir á, og einnig vegna þess, að ríkið er stærsti vinnuveitandinn. Með því að skáka læknum í verkfall tefldi ríkisstjórnin endanlega frá sér getunni til að hafa hemil á launaþróuninni. Stórir hópar launþega munu því að miklum líkindum gera kröfur um svipaðar kjarabætur og læknar fengu (og flugmenn). Spurt verður, hvers vegna ríkið og fyrirtækin séu ekki borgunarmenn fyrir mannsæmandi launum. Spurningin er réttmæt eftir allt, sem á undan er gengið. Launþegar mættu einnig líta í eigin barm. Ríkisstjórnin situr í umboði þeirra sem kjósenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun