Mætir þegar maður er valinn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira