Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 08:00 Emil spilar í fyrsta sinn með tattúið í landsleik með Íslandi. fréttablaðið/frikki Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti