Margfaldur Grammy verðlaunahafi aðstoðar Sylvíu við upptökur á hennar fyrstu plötu Guðrún Ansnes skrifar 2. apríl 2015 00:01 Þau Sylvía og Printz Board eru gríðarlega ánægð með samvinnuna og verður spennandi að heyra útkomuna en platan er væntanleg síðar á árinu. Vísir/Vilhelm Sylvía Erla Melsted hefur lokað sig af inni í hljóðveri ásamt Printz Board, tónlistarstjóra einhverra frægustu tónlistarmanna samtímans. Má þar nefna stórstjörnur á borð við Dr. Dre, The Black Eyed Peas, James Brown, Katy Perry og Sheryl Crow. „Hann er að hjálpa mér gríðarlega mikið, ekki bara í útsetningum heldur með allt milli himins og jarðar,“ segir þessi unga söngkonan sem er rétt orðin nítján ára. „Ég er enn þá að finna mig í tónlistinni svo ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá mann af hans kaliberi til að hjálpa mér. Það er ómetanlegt.“Vinnur aðeins með útvöldumBoard virðist sjálfur ekki minna heillaður af Sylvíu : „Ég heillaðist samstundis af persónuleika hennar og kraftinum sem einkennir hana. Hún er stútfull af hugmyndum og ég varð strax spenntur fyrir að vinna með henni.“ Sylvía komst í samband við Board í gegnum sameiginlegan vin þeirra og hitti hann svo í Los Angeles um síðustu jól. „Það gekk allt svo vel að við ákváðum að hjóla í þetta saman,“ segir hún. Sylvía segir Board leggja sitt á vogarskálarnar við tónlistina en sjálf semji hún textana alveg ein.Hugsar stórt„Platan er poppskotin, smá R‘n‘B og svolítið rokk. Við vildum ekki hafa þetta of poppað heldur skapa einhvers konar sérstöðu. Það er erfitt fyrir Íslending að ætla að ná langt úti í heimi án þess að hafa einhverja sérstöðu,“ segir hún, en plata er öll á ensku og stefnan tekin á að hún komi út á þessu ári. Hún ætlar sér út fyrir landsteinana með sitt efni og greinilegt að hún er stórhuga þrátt fyrir ungan aldur. „Nú legg ég áherslu á að taka upp plötuna samhliða því að ljúka náminu mínu í Versló,“ útskýrir Sylvía og bætir við að hún sé með mörg járn í eldinum og enn fleiri, sem hún þurfi að koma frá sér í nánustu framtíð. Aðspurð segjast þau ekki hafa mikinn tíma til að sinna hlutverkum túrista á meðan á dvöl kappans stendur. Board segist þó hafa mikinn smekk fyrir næturlífinu sem hann ætlar sér að skoða betur þegar tækifæri gefst til. Sylvía er sennilega flestum Íslendingum kunn eftir að hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins 2013. Þar freistaði hún þess að keppa fyrir hönd Íslands með lagið „Stund með þér“ við afar góðan orðstír. Grammy Tengdar fréttir Vill bæta heiminn Sylvía Erla Scheving söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í úrslitum Söngvakeppninni. Sylvía er rétt að byrja. 19. febrúar 2013 17:00 Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni á laugardagskvöld? Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. 26. janúar 2013 10:00 Dóttir Magnúsar Scheving keppir við lærimeistarann Dóttir Magnúsar Scheving flytur lag í Söngvakeppninni í ár. Hún tók sín fyrstu skref í söngnámi hjá Birgittu Haukdal og keppir nú á sama sviði. 11. janúar 2013 13:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Sylvía Erla Melsted hefur lokað sig af inni í hljóðveri ásamt Printz Board, tónlistarstjóra einhverra frægustu tónlistarmanna samtímans. Má þar nefna stórstjörnur á borð við Dr. Dre, The Black Eyed Peas, James Brown, Katy Perry og Sheryl Crow. „Hann er að hjálpa mér gríðarlega mikið, ekki bara í útsetningum heldur með allt milli himins og jarðar,“ segir þessi unga söngkonan sem er rétt orðin nítján ára. „Ég er enn þá að finna mig í tónlistinni svo ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá mann af hans kaliberi til að hjálpa mér. Það er ómetanlegt.“Vinnur aðeins með útvöldumBoard virðist sjálfur ekki minna heillaður af Sylvíu : „Ég heillaðist samstundis af persónuleika hennar og kraftinum sem einkennir hana. Hún er stútfull af hugmyndum og ég varð strax spenntur fyrir að vinna með henni.“ Sylvía komst í samband við Board í gegnum sameiginlegan vin þeirra og hitti hann svo í Los Angeles um síðustu jól. „Það gekk allt svo vel að við ákváðum að hjóla í þetta saman,“ segir hún. Sylvía segir Board leggja sitt á vogarskálarnar við tónlistina en sjálf semji hún textana alveg ein.Hugsar stórt„Platan er poppskotin, smá R‘n‘B og svolítið rokk. Við vildum ekki hafa þetta of poppað heldur skapa einhvers konar sérstöðu. Það er erfitt fyrir Íslending að ætla að ná langt úti í heimi án þess að hafa einhverja sérstöðu,“ segir hún, en plata er öll á ensku og stefnan tekin á að hún komi út á þessu ári. Hún ætlar sér út fyrir landsteinana með sitt efni og greinilegt að hún er stórhuga þrátt fyrir ungan aldur. „Nú legg ég áherslu á að taka upp plötuna samhliða því að ljúka náminu mínu í Versló,“ útskýrir Sylvía og bætir við að hún sé með mörg járn í eldinum og enn fleiri, sem hún þurfi að koma frá sér í nánustu framtíð. Aðspurð segjast þau ekki hafa mikinn tíma til að sinna hlutverkum túrista á meðan á dvöl kappans stendur. Board segist þó hafa mikinn smekk fyrir næturlífinu sem hann ætlar sér að skoða betur þegar tækifæri gefst til. Sylvía er sennilega flestum Íslendingum kunn eftir að hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins 2013. Þar freistaði hún þess að keppa fyrir hönd Íslands með lagið „Stund með þér“ við afar góðan orðstír.
Grammy Tengdar fréttir Vill bæta heiminn Sylvía Erla Scheving söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í úrslitum Söngvakeppninni. Sylvía er rétt að byrja. 19. febrúar 2013 17:00 Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni á laugardagskvöld? Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. 26. janúar 2013 10:00 Dóttir Magnúsar Scheving keppir við lærimeistarann Dóttir Magnúsar Scheving flytur lag í Söngvakeppninni í ár. Hún tók sín fyrstu skref í söngnámi hjá Birgittu Haukdal og keppir nú á sama sviði. 11. janúar 2013 13:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vill bæta heiminn Sylvía Erla Scheving söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í úrslitum Söngvakeppninni. Sylvía er rétt að byrja. 19. febrúar 2013 17:00
Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni á laugardagskvöld? Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. 26. janúar 2013 10:00
Dóttir Magnúsar Scheving keppir við lærimeistarann Dóttir Magnúsar Scheving flytur lag í Söngvakeppninni í ár. Hún tók sín fyrstu skref í söngnámi hjá Birgittu Haukdal og keppir nú á sama sviði. 11. janúar 2013 13:30