Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2015 07:00 Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi. Flóttamenn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.
Flóttamenn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira